is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40057

Titill: 
  • Horft til framtíðar : af tengslum sjálfbærnimenntunar og útikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunum hvort og þá hvernig sjálfbærnimenntun og útikennsla tengjast. Einnig er farið yfir hvað hugtökin sjálfbærni, sjálfbær þróun, sjálfbærnimenntun og útikennsla fela í sér. Ritgerðin byggir á heimildaöflun og stuðst er við ýmsar rannsóknir um sjálfbærnimenntun, gildi útiveru fyrir börn og umhverfismenntun. Sjálfbærni og sjálfbær þróun hafa verið í deiglunni undanfarin misseri og ljóst er að hugtökin eru yfirgripsmikil. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru fram 2015 taka á þessum hugtökum og þar eru sett fram markmið í átt að sjálfbærri þróun sem stefnt er að verði náð fyrir árið 2030. Markmið sjálfbærnimenntunar eru að breyta viðhorfum og efla þátttöku og getu til aðgerða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningaleg tengsl við umhverfið sé forsenda þess að einstaklingar verði viljugir til að vernda það. Þar af leiðandi sé fólk líklegra til að finna til ábyrgðartilfinningar gagnvart náttúrunni og spilar útikennsla stóran sess í að efla þessi tengsl. Skoðaðar eru skólanámskrár fjögurra skóla á Íslandi í ólíkum bæjarfélögum þar sem horft er til tengsla sjálfbærnimenntunar við útikennslu. Niðurstöður þessarar athugunar gefa til kynna að námskrár í grunnskólum hér á landi gera ráð fyrir útikennslu en skýr tengsl hennar við sjálfbærni er oft lítil. Því mætti leggja meiri áherslu á útinám í námskrám því oft á tíðum virðist sem svo að það sé undir kennurum komið hvort þeir bjóði upp á kennslustundir í náttúrunni. Auk þess að nota náttúruna til að ýta undir vilja barna til að vernda hana þá hefur útivera í náttúru almennt jákvæð áhrif á líf nemenda, einbeiting eykst og þeir fá meiri hreyfingu, aukið heilbrigði og bætt lundarfar.

Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf124,49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Horft til framtíðar - af tengslum sjálfbærnimenntunar og útikennslu.pdf484,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna