is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40058

Titill: 
 • „Að horfast í augu við sjálfa mig“ : fyrsti vetur leiðsagnarkennara í starfi
 • Titill er á ensku ʺTo face myself” : mentor teachers‘ first winter
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þegar litið er til þeirra sem starfa í leikskólum er hlutfall menntaðra leikskólakennara ekki hátt á landsvísu. Árið 2019 var blásið til sóknar og hleypti Menntamálaráðuneytið af stokkunum átaki sem hafði það markmið að fjölga kennurum í landinu og leikskólakennurum þar á meðal. Kynntar voru aðgerðir í þá átt að styrkja nám á vettvangi og mennta sérstaklega til þess leiðsagnarkennara sem halda ættu utan um slíkt starf innan skólanna. Í júní 2020 tók ég að mér starf leiðsagnarkennara og fannst mér mikilvægt að rannsaka hvernig ég gæti staðið að því á sem faglegastan hátt.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka hvernig leiðsagnarkennari í leikskóla nálgaðist viðfangsefni sín sinn fyrsta vetur í starfi og hvers konar starfshættir það væru sem styddu við hans faglega sjálf. Markmiðið var að kynnast sjálfri mér í nýju starfi, eflast og nýta leiðir sem ég hef kynnst í mínu háskólanámi til að dýpka leiðsögnina. Rannsóknin var starfendarannsókn og gagnaöflun fór fram skólaárið 2020 til 2021. Byggðist hún á fjölbreyttum gögnum en þó aðallega á sjálfsskoðun höfundar og dagbókarskrifum auk þess sem tekin voru viðtöl við nema í starfsnámi í leikskólanum og starfsmenn hans til að rannsaka leiðsögnina, starfsþróun og þau viðfangsefni sem urðu á vegi rannsakanda þennan veturinn út frá fleiri sjónarhornum. Gögnin voru greind mánaðarlega en ég sá fljótt að helstu viðfangsefni mín skiptust í þrennt; leiðsögn nema, móttöku nýrra starfsmanna og faglega forystu í leikskólanum, það eru því leiðarstefin í verkefninu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að ég gerði mér enn betur grein fyrir því hver mín helstu viðfangsefni væru og hvernig ég nálgast leiðsögn tengda þeim. Með þá vitneskju gat ég styrkt fræðilegan bakgrunn minn, kynnst fjölbreyttum hugmyndum og valið leiðir eftir eigin sannfæringu. Jafnframt komst ég að mikilvægi þess að stuðla faglegu samtali auk þess að halda utanum starf sitt með skráningu og gagnaöflun til að læra af ferlinu og eflast í starfi. Leiðsögnina nálgaðist ég á einstaklingsmiðaðan hátt og fann nauðsyn þess að stunda faglega ígrundun.

 • Útdráttur er á ensku

  The proportion of preschool teachers in Iceland is not high nationally. In 2019, the Ministry of Education launched a campaign aimed at increasing the number of preschool teachers, for example by putting more focus on mentoring when the student teachers are in field training. In June 2020, I took on the role of mentor teacher and it felt important to research how I could handle it in the most professional way.
  The objective of this research is to analyze the main tasks of a mentor teacher in a preschool during her first winter, and what kind of practices support her professionalism. The goal was to get to know myself in a new job, strengthen and use the methods I have learned in my studies when mentoring. The research is based on an action research, and collection of data took place in the school year 2020/2021. The study is based on various data, but mainly on the author's self-examination and research journal as well as interviews with student teachers and other teachers in the preschool in order to study the mentoring from other perspectives. The data were analyzed monthly and three main themes were found; mentoring student teachers, mentoring new employees and professional leadership. These three topics will therefore be the focus in the research.
  The main results of the study were that I became even more aware of my tasks and how I approach mentoring. With that knowledge, I was able to strengthen my theoretical background, I became acquainted with diverse ideas and chose paths according to my own convictions. At the same time, I realized the importance of keeping track of my work through collecting data so that I could learn from the process and reinforce my work. I approached mentoring in an individualized way and felt the need to engage in professional reflection.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Friðriksdóttir meistaraverkefni.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Elín Friðriksdóttir_lokaverkefni.jpeg231.02 kBLokaðurYfirlýsingJPG