Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40059
Náttúrufræðimenntun ætti að hjálpa ungu fólki að skilja hvernig vísindi geta haft áhrif á samfélagið og því eru viðhorf nemenda til menntunarinnar mikils virði. Markmiðið með þessu rannsóknarverkefni var að varpa ljósi á sýn barna á kennslu og nám náttúrugreina og skoða áhuga þeirra á faginu. Leitast var við að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hvað finnst nemendum um kennsluna og námið, hver eru viðhorf þeirra til hennar og hvað er náttúrufræði í þeirra augum?
Í þessari rannsókn var stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir, tekin voru opin einstaklingsviðtöl við 42 nemendur, af öllum stigum grunnskóla úr 12 skólum. Rannsóknin er
fyrirbærafræðileg og sniðið sem notast var við er eigindleg viðtalsrannsókn.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að nemendur séu í heildina ánægð með náttúrufræðikennsluna og eins gefa þær til kynna að kennsluaðferðir og hlutverk kennarans eru mikilvægir hlutar af náminu. Nemendum þykja tímarnir skemmtilegir og efnið áhugavert, þó nokkrar undantekningar séu. Nemendur sem nefna að þeim þykir fagið ekki áhugavert nefna að þetta sé of mikið og flókið og bara unnið eftir bókinni.
Nemendur nefndu að leiðinlegast væri að vinna í bókunum og að þurfa að skrifa mikið og lesa upphátt á meðan að flest allir viðmælendur nefndu að verkleg kennsla og útivera væru það sem þeim þætti skemmtilegast. Þó flestir nemendur nefni að þeim þyki bóklega kennslan vera minnst áhugaverð og að þau vilji meiri fjölbreytni, telur meirihluti nemenda bóklega kennslu koma þeim að mestu gagni við að skilja námsefnið.
Einnig kom fram í þessari rannsókn að nemendur tala mikið um að það þurfi að læra náttúrufræði til að vernda náttúruna, þekkja hana og vita hvernig hlutir virka og að það sé mikilvægt að hafa þá þekkingu. Áhugavert er að enginn nemandi nefnir ástæður tengdar tækni eða framtíðarstörfum þeirra en nefna þó nokkrir, þegar þeir eru spurðir hvað þeir vilji verða þegar þeir eru fullorðnir, greinar sem tengjast náttúruvísindunum eins og tannlæknir, dýralæknir, bakari, læknir og arkitekt. Öll þessi störf tengjast náttúruvísindum en virðast nemendur ekki gera sér grein fyrir því.
Science education should help young people to understand how science can affect society and therefore students' attitudes towards the education are of great importance. The aim of this research project was to shed light on children's views on the teaching of and learning science and to examine their interest in the subject. The aim of this project was to get answers to the following questions: What do students think about the teaching and learning of science, what are their attitudes towards it and what is science in their eyes? This study was based on qualitative research methods, semi-structured individual interviews were conducted with 42 students, from all levels of primary school, from 12 schools. The study is phenomenological and the format used is a qualitative interview research. The researcher analyzed themes from the interviews.
The results of this study indicate that students are generally satisfied with the teaching of science, teaching methods and the role of the teacher are important parts. Students find the lessons fun and the content interesting, although there are some exceptions. Students who mention that they do not find the subject interesting mention that this is too much and complicated and they just work with books.
Students mentioned that they think that learning from books and to have to write a lot and read aloud is the most boring part, while most of the interviewees mentioned that practical teaching and outdoor activities were what they found most enjoyable. Although most students mention that they find the least interesting way to learn is from books and that they want more variety, most students mention the theoretical study as the one that helps them the most to understand and learn the material.
This study also showed that students talk a lot about the need to study science to protect nature, how things work and where animals and plants come from, and that this is important. Prevention and climate change are also mentioned, but students also mention that they do not know why they need to learn this, it is just good to know this. Interestingly, however, no student mentions reasons related to technology or their future work. Some st0udents, when asked what they want to be when they grow up, do mention science-related subjects such as dentist, veterinarian, baker, doctor and architect. All of these jobs are
related to the natural sciences to some extent and some of them very much, but students do not seem to realize it.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsingin.pdf | 27.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskil - Sýn barna á náttúrufræði og náttúrufræðikennslu - Eydís Ósk.pdf | 1.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |