Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40060
Khan Academy (KA) er frír hugbúnaður sem kennarar nýta í sinni kennslu víðs vegar um heiminn. Í KA er námsumhverfi fyrir nemendur með ógrynni af fyrirlestrum og verkefnum í stærðfræði. Einnig er kennsluumhverfi fyrir kennara sem geta stofnað bekki, sett nemendum sínum markmið og fengið góða yfirsýn yfir virkni og getu þeirra. Kennarar í framhaldsskólum á Íslandi eru að einhverju leyti farnir að nýta þennan hugbúnað. Markmið með þessari rannsókn er að kanna viðhorf nemenda og kennara til notkunar KA í stærðfræðikennslu. Í Tækniskólanum var KA innleitt í sjö bekki í tvær vikur og vó 20% af námsmati áfanganna. Kannað var viðhorf kennara og nemenda til KA í stærðfræðikennslu með bæði megindlegri og eigindlegri rannsókn. Rafrænir spurningalistar voru sendir til 200 nemenda og var svarhlutfallið 60%. Þá voru tekin viðtöl við sex kennara. Almennt voru kennarar ánægðir með að nýta KA í kennslu, öllum fannst gott að fá þessa góðu yfirsýn yfir virkni og getu nemenda. Kennarar vilja ekki fara alfarið í KA heldur halda áfram að nýta það að hluta til. Tæknin var engin fyrirstaða að þeirra mati en öllum fannst skorta að hafa námsefnið á íslensku. Almennt var mikil ánægja hjá nemendum með KA, en þeim fannst þetta skemmtilegt námsumhverfi. Á milli 60-70% nemenda fannst þeir fá betri og dýpri þekkingu og áhugi þeirra á stærðfræði jókst. Um 80% fannst sjálfstæði sitt í námi aukast mikið en einungis 18% fannst erfitt hafa námsefnið á ensku. Það hefur verið ákall til kennara að þeir komi meira til móts við þarfir nemenda og að kennslan verði einstaklingsmiðaðri. Með tilkomu tækni sem þessari gefst meira ráðrúm fyrir kennara að uppfylla þessar kröfur en enskan má ekki vera fyrirstaða. Það er þörf á því að nýta tæknina meira í íslensku skólakerfi og vonandi verður lögð meiri áhersla á það í framtíðinni.
Khan Academy (KA) is free software that teachers have been using in their teaching all over the world. KA has a study level for students with a myriad of lectures and projects in mathematics and a teaching level for teachers who can establish a class and set goals for their
students and get a good overview of their students' activities and abilities. Teachers in upper secondary schools in Iceland have started to use this software to some extent. The aim of this study is to examine the attitudes of students and teachers towards the use of KA in teaching
mathematics. At Tækniskólinn, KA was introduced in seven classes for two weeks, which weighed 20% of the assessment of the courses. The attitudes of teachers and students towards KA in teaching mathematics were surveyed. Both quantitative and qualitative research was performed. Electronic questionnaires were sent to 200 students and the response rate was 60%. Six teachers were interviewed. In general, teachers were happy to use KA in teaching, everyone liked getting such a good overview of students' activities and abilities. Teachers do not want to move entirely over to KA but want to continue to use it in part. The technology was not an obstacle in their opinion, but everyone felt there was a lack of study material in Icelandic. In general, the students were very pleased with KA, they found it a fun learning environment. 60–70% of students felt that they gained better and deeper knowledge and their interest increased. About 80% felt that their independence in learning increased significantly, but only 18% found it difficult that the study material was in English. There has been an appeal for teachers to meet the needs of students more and to make teaching more individual-oriented. With the advent of technology like this, teachers are given more leeway to meet these requirements, but English must not be an obstacle. There is a need to utilize technology more in the Icelandic school system and hopefully more emphasis will be placed on that in the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 177,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaverkefni M.ed EP.pdf | 1,86 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |