Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40062
Tilgangur fyrirliggjandi skýrslu er að greina orðræðuna sem birtist í umfjöllun sérfræðinga, fagfólks og stjórnmálamanna um meintan lestrar- og lesskilningsvanda drengja í fjölmiðli. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni; Hvernig birtist orðræðan um drengi og lestur meðal sérfræðinga, fagfólks og stjórnmálamanna í Morgunblaðinu? Í greinunum er rætt við ýmsa sérfræðinga, fagfólk og stjórnmálamenn um það málefni undir yfirskriftinni að það þrengi að drengjum í skólakerfinu. Umfjöllunin var birt í ritröð í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins 30. janúar – 20. mars 2021. Ástæðan fyrir því að greinar í Morgunblaðinu urðu fyrir valinu var að blaðamenn blaðsins ákváðu að afla upplýsinga um meintan lestrar- og lesskilningsvanda drengja. Helstu niðurstöður rannsókninarinnar varpa ljósi á erfiða stöðu drengja í lestri sem á uppruna sinn vegna umhverfis- eða líffræðilegra þátta eða bæði. Mikilvægt er að greina þessa orðræðu því að umfjöllun í fréttamiðli hefur áhrif á og stýrir umfjöllun meðal almennings sem treysta áliti annarra með orðræðunni um drengi og lestur eða vanda drengja í skólakerfinu og heimilis-umhverfinu. Skoðanir þeirra hafa áhrif á skoðanir annarra sem hafa ekki myndað sér skoðun um hvernig eigi að bregðast við vanda drengja í lestri í heimiliumhverfinu og skólalakerfinu og hvernig samstarf þeirra á milli á að byggja á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA lokaverkefni.pdf | 487.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 206.89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |