is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40063

Titill: 
 • Hvatningarleikurinn til bekkjarstjórnunar : framkvæmd kennara og áhrif á samskipti
 • Titill er á ensku Brief teacher training in a classroom management game : effects on teachers´ praise, reprimands, and classroom noise levels
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenskir kennarar hafa greint frá erfiðleikum við að mæta þörfum nemenda sinna sérstaklega þegar kemur að hegðunarvanda. Hávaði í skólastofunni er algengt vandamál og eykur á streitu í starfi kennara. Þar sem hegðunarvandi nemenda hefur bæði neikvæð áhrif á nemendur og kennara er mikilvægt að finna leiðir til þess að auka jákvæða hegðun og skapa betra starfsumhverfi. Markmið þessarar rannsóknar að kanna hvort Hvatningarleikurinn (e. The Good Behavior Game) hafi áhrif á jákvæða athygli og aðfinnslur kennara gagnvart nemendum ásamt því að kanna annars áhrif stutts námskeiðs í innleiðslu leiksins og hinsvegar handleiðslu á þessa hegðun og hávaða í skólastofunni.
  Þátttakendur voru þrír kennarar í ónefndum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem kenndu hver sínum umsjónarbekk nemenda á aldrinum 7-11 ára. Kennararnir voru tvær konur og einn karl á aldrinum 29-32 ára. Tveir kennaranna höfðu lokið kennsluréttindum sínum og höfðu nokkurra ára kennslureynslu, einn var enn í námi og á sínu fyrsta kennsluári. Þátttakendur fóru á stutt námskeið í aðferðum Hvatningarleiksins, en leikurinn felur það í sér að nemendum er skipt í hópa og vinna þeir saman að því að safna stigum fyrir að fylgja reglum í tíma og fá þeir umbun í formi leikja í lok tímans. Áhrif Hvatningarleiksins á hegðun kennaranna og gæði framkvæmdar hans voru metin með beinni athugun þar sem rannsakandi skráði hegðun kennaranna með 10 sekúndna hlutabilaskráningu í stærðfræðitímum fyrir og eftir innleiðingu. Til þess að tryggja samræmi matsmanna gerðu rannsakandi og meðrannsakandi mælingar saman í þriðja hvert skipti. Framkvæmd kennaranna var metinn með 29 atriða gátlista í lok hvers leiks. Notað var margfalt grunnskeiðssnið og ABAB vendisnið til þess að meta áhrif leiksins á jákvæða athygli og aðfinnslur kennaranna gagnvart nemendum. Hávaði var mældur í dB með smáforriti í síma rannsakanda og meðrannsakanda meðan á öllum athugunum stóð. Að grunnskeiðsmælingum loknum hófst fyrri hluti inngripsskeiðs þar sem þátttakendur luku stuttu 45-60 mínútna einstaklingsnámskeiði hjá rannsakanda og meðrannsakanda í innleiðingu sem fjallaði um fræðilegan bakgrunn leiksins, hvernig best sé að innleiða hann í kennslu og laga að mismunandi nemendahópum. Á námskeiðinu var innleiðing leiksins útskýrð ítarlega fyrir kennurunum, þeim var hjálpað við að skipta nemendum í lið, þeir fengu afhenta stjörnutöflu og veggspjald um reglur ásamt dreifildi með mikilvægum upplýsingum til að hafa í huga ásamt hugmyndum af umbunum. Allar mælingar áttu sér stað í stærðfræðitímum þar sem nemendur sátu í sætum sínum og sinntu einstaklingsverkefni. Það var gert til þess að tryggja að aðstæður væru sem sambærilegastar á milli mælinga. Eftir að hafa mælt hegðun kennara og gæði framkvæmdar Hvatningarleiksins í að lágmarki þrjú skipti eftir innleiðingu leiksins fengu þátttakendur handleiðslu frá rannsakanda þar sem þátttakendur fengu athugasemdir og góð ráð til þess að bæta framkvæmd sína á leiknum. Meðan á leiknum stóð jókst jákvæð athygli kennaranna allt frá 0-5% í 20-33% af kennslustund. Einnig dró úr aðfinnslum um allt að 100% á sama tímabili. Þegar leikurinn var ekki í gangi í kennslustund hjá kennara 2 dró úr jákvæðri athygli hans en aðfinnslur héldu þó áfram að vera fáar. Meðaltal gæða framkvæmdar jukust hjá kennara 1 úr 64% í 87% og kennara 2 úr 92% í 96% þegar handleiðsla bættist við. Gæði framkvæmdar héldust þó að meðaltali þau sömu, 96%, hjá kennara 3. Einnig dró úr hávaða í kennslustofum kennara 1 og 3 meðan Hvatningarleikurinn var í gangi. Í upphafi var Hvatningarleikurinn leikinn í 10 mínútur (B1) en í seinni mælingum var hann lengdur í 15 mínútur (B3) og að lokum í 20 mínútur (B4) með að mestu leyti sömu niðurstöðum og þegar hann var leikinn í styttri tíma. Að lokum var upplifun kennaranna af Hvatningarleiknum könnuð með spurningalista. Svör kennaranna bentu til þess að þeir væru mjög ánægðir með leikinn, þætti hann auðveldur í framkvæmd og gætu hugsað sér að nota hann áfram í kennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic teachers report having difficulties in meeting their students’ needs, especially with respect to behavior problems. The challenges Icelandic teachers face because of student behavior problems negatively affect their instruction and well-being by increasing stress. Classroom noise level is a common problem and can increase stresslevel for teachers. Because student behavior problems not only negatively affect students, but also teachers, it is important to find successful ways to promote positive behavior and a supportive school environment for both students and teachers. The Good Behavior Game (GBG) is a game where
  students can work together in teamsto earn pointsforfollowing classroom rules. It has proven to be an effective way of decreasing classroom disruption and undesirable student behavior, for example by increasing positive attention from teacher to students. The purpose of this study was to show the effects of the GBG on positive teacher feedback to students and the number of teacher reprimands, along with classroom noise levels both before and during the intervention. Participants in this study were three teachers, two females and one male, aged 29-32 years. Two of the teachers had their certification, but one participant was still in school to get his certification and was in his first year of teaching. They were all teaching in the same Icelandic primary school that was in a newly built neighborhood in the capitol region. Each teacher had their own group of students were aged 7-11 years. The impact of GBG on teachers’ behavior and implementation were assessed through direct observation where the researcher monitored their behavior both before and after GBG implementation using partial interval recording, with each interval lasting 10 seconds. The study used a multiple baseline, and ABAB reversal design for one teacher, to assess the impact of the GBG on teachers’ positive attention and reprimands, along with noise level in dB, using the app SoundMeter, in math class to ensure the same circumstances for all observations. Following the baseline phase for each participant, teachers individually completed a short training in GBG implementation in the classroom held by the researcher and co-researcher. The training covered the theoretical background of the GBG and how to best implement it. The teachers were given posters to keep the score in the game and posters with classroom rules to hang up. They also received a small pamphlet that contained practical information about the implementation process along with a list of ideasfor prizes. After three occurrences of playing the GBG, the second part of the intervention phase was implemented, which included providing the teachers with feedback and guidance on their implementation of the game.
  During the former GBG intervention phase, positive teacher-to student feedback increased from 0-5% to 20-33% of intervals, whereas demerits decreased by up to 100% (from 17% - 0% of intervals) during that same period. At the return-to-baseline stage for teacher 2, rates of demerits remained low, although positive feedback decreased. During the latter intervention phase, positive teacher-to-student feedback increased again. The average treatment integrity increased for teacher 1 from 64%
  to 87% and teacher 2 from 92% to 96% after receiving feedback and guidance after each game. Treatment integrity for teacher 3 remained the same as after the seminar after receiving guidance and feedback. Noise levels decreased for teachers 1 and 3 by 7.5-23.0%. Noise levels for teacher 2 were low during all measurements, but the lowest noise level score for teacher 2 was measured during stage B3. Initially, the GBG was played for 10 minutes (B1 and B2) and in later sessions extended to 15(B3) and 20 minutes (B4), respectively, with similar results. Finally for evaluation social validity, participating teachers’ answersto a questionnaire concerning their GBG experiences indicated they were very satisfied with the intervention, found it easy to implement, and expressed a desire to continue using the GBG as part of their instructional practices in the future. The results indicate that using the GBG as a classroom management program might positively affect positive feedback from teachers to students along with decreasing the number of reprimands. It also suggests that using the GBG might reduce classroom noise level and that teachers are interested in using the GBG for classroom management in the future.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Helga_3010902189_Hvatningarleikurinn.pdf5.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_gudrunhelga.pdf179.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF