en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40065

Title: 
 • Title is in Icelandic Kennsluhugmyndir fyrir íþróttakennara efsta stigs grunnskóla : vefsíða með hugmyndum fyrir íþróttakennslu
 • Teaching ideas for secondary school physical education teachers : a website with ideas for physical education
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið verkefnisins er að búa til vefsíðu fyrir íþróttakennara unglingadeildar þar sem kennarar geta sótt verkefni og tímaseðla sem geta nýst þeim við skipulagningu kennslustunda. Eitt af hlutverkum íþróttakennarans er að skapa öruggt umhverfi sem hvetur nemendur til þess að hreyfa sig. Til að það sé mögulegt þarf að taka mið af þörfum allra nemenda til þess að styrkleikar og áhugamál hvers og eins fái að njóta sín (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011/2013). Það hefur hins vegar sýnt sig að í íþróttakennslu er þetta ekki alltaf raunin. Vinsældir skólaíþrótta fara dvínandi eftir því sem börn eldast og njóta minnstra vinsælda meðal unglingsstúlkna (Moen, Westlie, Bjørke og Brattli, 2018). Nemendum sem æfa engar íþróttir utan skóla finnst þeir fá minni stuðning og athygli frá íþróttakennaranum en þeir nemendur sem æfa íþróttir utan skóla og eiga það til að draga sig meira til hlés í skólaíþróttum vegna óöryggis (Laxdal, Johannsson og Giske, 2020). Þær aðferðir sem hafa virkað best til þess að auka virkni þeirra nemenda sem hafa minni áhuga á skólaíþróttum er framboð af fjölbreyttri hreyfingu þar sem samkeppni er ekki í forgrunni, ásamt því að bjóða upp á val um æfingar (Camacho-Miñano, LaVoi og Barr-Anderson, 2011; Trigueros, Aguilar-Parra, Cangas, López-Liria og Álvarez, 2019). Tímaseðlar og verkefni í þessu meistaraverkefni eru öll unnin inn á Google drive, myndirnar sem eru í sumum tímaseðlunum til frekari útskýringa eru teiknaðar í Google drawings og vefsíðan sjálf er gerð í Google sites. Þessi forrit vinna vel saman sem auðveldar uppsetningu og aðgengi fyrir kennara sem heimsækja síðuna svo er auðvelt fyrir kennara og nemendur að vista tímaseðla eða verkefni á eigið svæði í Google drive eða beint inn á eigin tölvu. Það gæti þurft að breyta vissum atriðum í tímaseðlum og verkefnum og aðlaga betur að hverjum nemendahóp fyrir sig og íþróttaaðstöðu sem um ræðir. Tímaseðlarnir og verkefnin eru aðeins hugmyndir um hvernig er mögulegt að kenna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Ætlunin er að halda áfram að bæta inn á vefsíðuna og helst bæta við tímaseðlum og verkefnum frá öðrum íþróttakennurum til þess að auka fjölbreytnina enn meira.

 • The aim of this project is to make a website for secondary school physical education (PE) teachers where they can get assignments and timesheets that can be helpful when organizing lessons. One of the roles that the PE teacher has is to create a safe environment that motivates students to exercise. For this to be possible, the needs of all students must be considered in order for each person's strengths and interests to be valued (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011/2013). In physical education this is not always the case. The popularity of physical education decreases as children get older and are least popular among
  teenage girls (Moen o.fl., 2018). Students who do not practice sports outside of school feel that they receive less support and attention from the physical education teacher and tend to be reticent in physical education classes due to insecurity (Laxdal o.fl., 2020). The methods that have proved best to increase the activity of the students that show less interest in physical education are the availability of a variety of activities where competition is not in the foreground, as well as offering a choice of exercises (Camacho-Miñano o.fl., 2011; Trigueros o.fl., 2019). Timesheets and assignments for this final thesis are all made in Google drive, the pictures that are in some of the timesheets for further explanation are drawn in Google drawings and the website is made in Google sites. These programs work well together, which simplifies the set up and eases the access for teachers that may visit the site and it’s easy for teachers or students that visit the site to save the timesheets and assignments into their own Google drive or computer. It may be necessary to change certain things in the timesheets and assignments to better adapt them to each group of students and the sports facilities in question. The timesheets and assignments are only ideas on how it is possible to teach according to the learning criteria of the Icelandic National Curriculum Guide. The intention is to continue to add to the website and preferably add timesheets and assignments from other physical education teachers to increase the diversity even more.

Accepted: 
 • Oct 25, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40065


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hallgrímur Þór Harðarson meistaraverkefni greinagerð.pdf550.04 kBOpenReportPDFView/Open
Hallgrímur Þór Harðarson Tímaseðlar og verkefni.pdf846.56 kBOpenVerkefnaheftiPDFView/Open
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16Hallgrimur.pdf176.63 kBLockedDeclaration of AccessPDF