is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40066

Titill: 
  • Samskipta- og félagshæfni barna : áhrif samskipta foreldra og barna á samskipta- og félagshæfni barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gæði samverustunda og samskipta foreldra og barna hafa áhrif á samskipta- og félagshæfni barna. Samverustundir geta þó verið af skornum skammti þar sem hraði samfélagsins virðist oft ráða ríkjum. Markmið þessarar ritgerðar er að svara rannsóknarspurningunni „Hvernig hafa samskipti foreldra og barna áhrif á samskipta- og félagshæfni barna?” Ritgerðin er fræðileg rannsóknarritgerð þar sem stuðst er við fyrirliggjandi rannsóknir. Samkvæmt niðurstöðum má sjá að örugg tengslamyndun er grunnur að góðu sambandi foreldris og barns. Einnig eru uppeldishættir sem einkennast af uppbyggjandi samskiptum, umhyggju, virðingu og skilningi lykilþáttur í uppeldi. Virðingarrík samskipti foreldris og barns sem einkennast af því að foreldri mætir barni sínu sem jafningja og vinnur með barni sínu í lausnum, hvetur barn til að gera slíkt hið sama þegar það á í samskiptum við jafnaldra. Að auki spilar kennsluefni í skólastarfi þar sem unnið er með samskipta- og félaghæfni barna stóran þátt í því að barn öðlist slíka hæfni þar sem börn verja löngum tíma dagsins í skólanum. Jákvæð og virðingarrík samskipti foreldra barna ýta undir samskipta- og félagshæfni barna og mætti því auka fræðslu til foreldra um uppeldishætti sem og búa fjölskyldum betri tækifæri til uppbyggilegra samverustunda því ávinningurinn er mikill.

Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf156.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-Lokaverkefni (lokaskil) -Hera.pdf320.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna