Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40067
Hvatningarleikurinn (e. The Good Behavior Game) er gagnreynd bekkjarstjórnunaraðferð sem byggir á hagnýtri atferlisgreiningu til þess að bæta hegðun nemenda. Fyrri rannsóknir erlendis hafa bent til þess að Hvatningarleikurinn dragi úr hegðunarvanda nemenda og að langtímanotkun geti stuðlað að bættum framtíðarhorfum þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif táknstyrkja útgáfu Hvatningarleiksins á hegðun og námsástundun nemenda á yngsta stigi grunnskóla. Nemendum var skipt upp í fjögur lið og söfnuðu táknstyrkjum fyrir það að fylgja reglum og sýna æskilega hegðun. Reglur leiksins voru sýnilegar á veggspjöldum í kennslustofunni. Kennarar veittu liðunum reglulega táknstyrki með jákvæðri endurgjöf á æskilega hegðun. Liðin gátu unnið leikinn með því að safna ákveðið mörgum táknstyrkjum og fengu umbun í formi leikja strax að leik loknum. Alls voru þátttakendurnir fimm stúlkur og sjö drengir á aldrinum 7-11 ára í þremur bekkjum í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Gögnum var safnað með beinum athugunum þar sem rannsakandi fylgdist með í stærðfræðitímum fyrir og eftir innleiðingu Hvatningarleiksins. Margfalt grunnskeiðssnið og ABAB- vendisnið voru nýtt til þess að meta áhrif leiksins á námsástundun og óæskilega hegðun nemenda (úr sæti, óæskileg hljóð, neikvætt orðbragð og ýgi). Að grunnskeiðsmælingum loknum sóttu kennarar þátttakenda hver sitt örnámskeið þar sem fjallað var um fræðilegan bakgrunn Hvatningarleiksins og innleiðingu hans í kennslustofu. Á grunnskeiði kom óæskileg hegðun fram í 0 til 73% áhorfsbila (23% að meðaltali), en þegar kennarar notuðu Hvatningarleikinn samhliða kennslu, kom óæskileg hegðun fram í 0 til 2% áhorfsbila (0,1% að meðaltali), sem jafngildir nánast 100% minnkun á óæskilegri hegðun. Á grunnskeiði var virk námsástundun nemenda á bilinu 25 til 80% (57% að meðaltali), en þegar kennarar notuðu Hvatningarleikinn samhliða kennslu jókst námsástundun upp í 83 til 99% (94% að meðaltali) sem jafngildir um 64% hækkun. Hvatningarleikurinn var í upphafi íhlutunarskeiðs leikinn í 10 mínútur en seinna lengdur í 15 mínútur og loks í 20 mínútur. Þrátt fyrir lengingu leiksins var virk námsástundun þátttakenda áfram fyrir ofan 90% og hlutfall óæskilegrar hegðunar hélst í lágmarki. Í lok rannsóknarinnar var upplifun nemenda af Hvatningarleiknum könnuð með spurningakönnun og tjáðu allir nemendur að þeim þætti leikurinn skemmtilegur, að hann hjálpaði bekknum þeirra að læra og að þeir myndu vilja halda áfram í leiknum með kennara sínum. Niðurstöður benda til þess að Hvatningarleikurinn geti gagnast íslenskum kennurum við bekkjarstjórnun í ljósi jákvæðra áhrifa hans á hegðun þátttakenda og ánægju þeirra með hann í þessari rannsókn.
The Good Behavior Game (GBG) is an evidence based classroom management method that is founded on practical behavioural analysis and shown to increase student on-task behavior and decrease disruptive behavior. Previous studies from around the world have indicated that the GBG reduces the behavioural difficulties among students and that the long term use of the GBG can promote students long-term prospects. Longitudinal studies have even indicated that the GBG can reduce the likelihood of the most at-risk students´ problems escalating into drug abuse, dependence disorders and risky sexual behaviors later in life. The aim of this study was to examine the effects of the GBG using on students' disruptive and on-task behavior using tokens to premote positive and on-task behavior of students in the first stages of primary school in Iceland. The students were divided up to four teams and collected tokens as a reward for following classroom rules and show a positive behaviour. The rules of the GBG were visible on posters in the classroom. Teachers regularily allocated tokens with positive feedback on positive behaviour. The teams could win the game by collecting a certain amount of tokens and were rewarded in the form of games immediately after the GBG was completed. In total the participants were five girls and seven boys in the age range of 7 – 11 years in three homerooms in primary schools in the Reykjavik area in Iceland. Data was collected with direct observations where the researcher monitored math classes before and after the implementation of the GBG. Multiple baseline and ABAB reversal design was utilized to estimate the impact of the GBG on the on-task behaviour and disruptive behaviour (students standing up from their seat, undesirable use of sounds, negative wording and agression). Following baseline measurements, teachers of participating students attended a brief in-service GBG training that covered the theoretical background of the GBG and it‘s implementation in the classroom. At baseline, the students showed disruptive behaviour in 0 to 73% of intervals (23% on average) but when teachers used the GBG parallel to instruction disruptive behaviour appeared in 0 to 2% of intervals (0.1% on average) which equals 100% reduction in disruptive behaviour. At baseline on-task behaviour of studentw was between 25 to 80% (57% on average) but when the teachers used the GBG parallel to instruction the on-task behaviour increased from 83 to 99% (94% n average) which equals an 64% increase. The GBG was at the beginning of the intervention phase played for 10 minutes but later increased to 15 minutes and thereafter to 20 minutes. Despite the lengthening of the game the on-task behaviour of students remained above 90% and the ratio of disruptive behaviour was on a minimum level. At the end of the study the experience of the students was researched with a questionnare and all students expressed the opinion that they thought the game was fun, that it helped the class to learn and they would prefer to continue the game with their teacher. Overall, the GBG appears to be an effective classroom management strategy given its positive effects on student behavior and their positive views towards its implementation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Jónína_Klara_Pétursdóttir.pdf | 201.41 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Jónína_Klara_Pétursdóttir_M.Ed_Hvatningarleikur til bekkjarstjórnunar_lokaskil.pdf | 2.09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |