is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40068

Titill: 
 • „Ég gerði það eina rétta“ : aktívismi kennara í þágu barna í leit að alþjóðlegri vernd
 • Titill er á ensku „I did the only right thing“ : teachers activism for children seeking asylum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðustu ár hafa kennarar tekið við nemendum í leit að alþjóðlegri vernd í auknum mæli. Hluti barnanna fær ekki vernd og er vísað úr landi, aðgerðir stjórnvalda hafa því bein áhrif á skólastarf og hefur borið á því að kennarar og skólastjórnendur stígi fram opinberlega til að tala máli þessara nemenda og mótmæla aðbúnaði þeirra eða aðgerðum stjórnvalda sem fara gegn hagsmunum þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær forsendur sem eru til staðar þegar kennarar grípa til aðgerða í þágu nemenda í leit að vernd og afleiðingar þess fyrir skólastarf.
  Rannsóknin var framkvæmd á vormisseri 2021 og voru tveir stjórnendur og fjórir kennarar í fjórum skólum fengnir til þátttöku. Rannsóknaraðferðin er eigindleg og fór gagnasöfnun fram með hálfopnum einstaklingsviðtölum þar sem þátttakendur voru spurðir um reynslu sína, faglegan bakgrunn og sýn í tengslum við mótmæli og aðgerðir gegn stjórnvöldum í þágu nemenda sinna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós viðhorf kennara og skólastjórnenda til aktívisma í skólastarfi og hvers vegna þeir mótmæla mannréttindabrotum á nemendum sínum. Rauður þráður í niðurstöðum er sú skoðun og tilfinning kennara að það sé siðferðisleg skylda þeirra að minna á mannréttindi nemenda sinna þegar það er brotið á þeim og að þegar engar aðrar leiðir eru færar og velferð barnsins er í hættu sé það stundum það eina rétta að grípa til aktívisma á opinberum vettvangi. Á því eru þó veigamiklar undantekningar en kennurum og skólastjórnendum finnst mikilvægt að gæta vel að stöðu sinni gagnvart jaðarsettum börnum og fjölskyldum þeirra og finnst það ekki alltaf í hag nemenda að baráttan fyrir velferð þeirra fari fram á opinberum vettvangi. Þá er sérstaklega átt við börn og fjölskyldur sem sækja um hæli hér á landi vegna pólítískra ofsókna. Siðferðisleg skylda kennara til að berjast fyrir velferð þeirra dvínar hins vegar ekki við þetta samkvæmt niðurstöðum heldur finna þeir baráttunni annan farveg. Í niðurstöðum má einnig merkja að kennarar sem grípa til aðgerða búa að sterkri sannfæringu, hafa almennt sterka rödd til tjáningar og eiga vísan nokkuð almennan stuðning foreldra og íbúa í nærsamfélaginu. Þá telja kennarar að aktívismi efli lýðræðislegt skólastarf og efli með nemendum getu þeirra til aðgerða, auki sjálfsskilning og styrki samkennd. Það sé mikilvægt að nemendur og skólasamfélagið takist á við brot á mannréttindum og öðrum veigamiklum málum sem koma upp í skólastarfinu. Sú þekking sem verði til í skólanum sé dýrmæt og styrki stoðir fjölmenningar í íslensku skólastarfi sem byggir á skóla án aðgreiningar. Þá hafi baráttan góð áhrif á tengingu skóla og hverfis og styrki samstarf foreldra og skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, teachers have increasingly taken in students in search of asylum. Some of the children do not receive asylum and are deported, so the actions of the government have a direct effect on school and teaching and have required teachers and school administrators to come forward publicly to speak for these students and protest against their conditions or actions of the government that go against their interests.
  The aim of the study is to shed light on the preconditions that exist when teachers take action in favor of students that are seeking asylum and its consequences for school work. The study was conducted in the spring semester of 2021 and 2 administrators and 4 four teachers in four schools were invited to participate. The research method was qualitative and data collection took place through semi-open individual interviews and reviews of media coverage of teacher activism. The results of the study reveal the attitudes of teachers and school administrators towards activism in schools, why they come forward publicly to protest against human rights violations against their students. They see that it is the moral duty of teachers to remind their students of their human rights when they are violated and that when no other means are available and the child's well-being is at risk, it is sometimes the only right thing to do in public.
  There are important exceptions to this, however, but teachers and school administrators need to be careful about their position towards marginalized children and their families, and it is not always in the interest of students that the fight for their well-being takes place in public. This especially applies to children and families who apply for asylum in this country due to political persecution. Teachers' moral obligation to fight for their well-being does not diminish, but the struggle must take a different path. Teachers who take action have a strong conviction, generally have a strong voice for expression and have a fairly general support from parents and residents in the local community. Teachers also believe that activism strengthens democratic schooling and strengthens students' ability to act, increases self-understanding and strengthens empathy. It is important that students and the school community deal with human rights violations and other important issues that arise in their school. The knowledge that is created in the school is valuable and strengthens the foundations of multiculturalism in Icelandic schools. Among other things, lessons can be learned from the results that teachers' fight for the human rights of their students has a positive effect on teaching and education in schools and especially strengthens the foundations of multiculturalism in Icelandic schools. The fight also has a good effect on the connection between schools and the neighborhood and strengthens the co - operation between parents and schools.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf146.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
KristjanaGudbrandsdMEdverkefnilokaskilin29.09.21.pdf550.8 kBOpinnPDFSkoða/Opna