is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40069

Titill: 
 • Barnakennarar og skólahald í sveit og bæ 1944-1945
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um barnakennara í Reykjavík og á austanverðu landinu um miðbik 20. aldar. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig háttað var högum og lýðfræðilegri stöðu barnakennara í sveit og bæ á þessum tíma. Fjallað er á víðtækan hátt um hvernig háttað var stöðu, högum og starfsumhverfi kennara á þessum tíma. Auk Reykjavíkur nær rannsóknin þannig til Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu og Norður- og Suður-Múlasýslu.
  Skólaárið 1944-1945 sem rannsóknin lýtur að, voru fjórir barnaskólar í Reykjavík reknir á vegum hins opinbera: Miðbæjarskólinn, Austurbæjarskólinn, Laugarnesskóli og Skildinganesskóli og þrír einkareknir barnaskólar: Skóli Ísaks Jónssonar, Landakotsskóli og Aðventistaskólinn. Við þessa skóla störfuðu alls 154 kennarar (að skólastjórum meðtöldum) og voru samtals 4.474 börn í opinberu skólunum og 475 börn í einkaskólunum.
  Í þeim sex sýslum sem valdar voru var að finna bæði mjög strjálbýl svæði sem og nokkuð fjölmenna byggðarkjarna og kaupstaði og samanlagt mátti þar finna allar skólagerðir: fasta heimangönguskóla, heimavistarskóla og farkennslu. Í sýslunum störfuðu alls 84 kennarar.
  Höfundur útbjó gagnagrunn um alla kennarana á rannsóknarsvæðunum og skráði í hann lýðfræðilegar upplýsingar um hvern kennara s.s. kyn, fæðingarár, fæðingarstað, félagslegan bakgrunn, menntun, hjúskaparstöðu og giftingarár, fjölda barna, viðbótarnám, starfsferil við kennslu og dánardag. Til athugunar á starfsumhverfi kennaranna safnaði höfundur upplýsingum um húsnæði skólanna á þessum tíma að því er varðaði fasta skóla og heimavistarskóla.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast sýna að ýmsar breytingar höfðu árið 1944 orðið á félags- og lýðfræðilegum einkennum íslenskra barnakennara frá því sem fyrr var á öldinni. Hlutfallslegur fjöldi karla í kennarahópnum hafði aukist umtalsvert, en þetta skólaár var hlutfall karlkennara í Reykjavík 59% en í sýslunum sex var hlutfall karlkennara 74%. Meðalaldur kennara var nú hærri og þeir verið lengur starfandi en verið hafði fyrr á öldinni og flestir áttu þeir eftir að gera kennslu að ævistarfi eða um 80% karl- og kvenkennara í Reykjavík og föstum skólum í sýslunum sex. Starfsaldur farkennaranna var þó styttri en kennara við fasta- og heimavistarskóla. Hjá kennslukonum við Reykjavíkurskólana var ennþá algengt að þær væru ógiftar og barnlausar alla tíð, þó eitthvað hefði dregið úr því frá því sem fyrr var á öldinni.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is about primary school teachers in Reykjavik and the eastern part of the country in the middle of the 20th century. The purpose was to look at and highlight the sociocultural and demographic status of teachers in the city and countryside at this time. The working environment of teachers, their status in the society and circumstances in life, were looked at from a broad perspective. A research and was done and a database made for Reykjavík but also North and South Þingeyjarsýsla, East and West Skaftafellssýsla and North and South Múlasýsla.
  In the school year 1944-1945 there were four public primary schools in Reykjavík: Miðbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Laugarnesskóli and Skildinganesskóli and three private primary schools: Skóli Ísaks Jónssonar, Landakotsskóli and the Adventist school (Aðventistaskólinn). These schools employed a total of 154 teachers, including principals, and a total of 4.474 children were in the public schools and 475 in private schools.
  In the six counties selected there were both very rural areas as well as fairly densely populated areas and town’s and all types of schooling could be found in these counties combined, permanent schooling, boarding school and ambulatory teaching. A total of 84 teachers worked in the counties.
  For the research the author prepared a database of all the teachers in the research area. Recorded in the database demographic information about each teacher such as gender, year of birth, place of birth, social background, education, marital status and marriage year, number of children, additional learning, teaching career and date of death. To find out about the teachers working environment the author collected information about the school´s premises at this time regarding both permanent and boarding schools.
  The result of this research appears to show that there had been a number of changes in 1944 on the social and demographic characteristics of Icelandic primary school teachers since earlier in the century. The proportion of men in the teacher´s group had increased considerably, and
  this school year the proportion of male teachers in Reykjavík was 59%, while in the six counties the proportion was 74%. The average age of teachers was now higher and they worked more years than they had earlier in the century, and most of them were going to make teaching a life time job, or about 80% of male and female teachers in Reykjavík and permanent schools in the six counties. The seniority of the ambulatory teachers was however shorter than teachers at permanent and boarding schools. It was still common for female teachers in the Reykjavik schools to be unmarried and childless their whole life, although a little less common than earlier in the century.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Erla Björgvinsdóttir.Lokaskil. 29.09.2021.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Margrét Erla Björgvinsdóttir 29.09.2021.pdf149.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF