is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40070

Titill: 
 • Í leikskóla eru allir að læra : fljótandi námskrá og áhersla á kennararannsóknir
 • Titill er á ensku Everyone is learning in preschool : an emergent curriculum and an emphasis on teacher research
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta meistaraprófsverkefni er fræðileg greinargerð þar sem mótuð er fljótandi námskrá (e. emergent curriculum) fyrir ímyndaðan leikskóla á Íslandi. Tilgangur með námskránni er að nýir leikskólar geti nýtt hana sem grunn að eigin námskrá og að leikskólar sem vilja breyta starfsháttum finni gagnlega þætti til þess að nota og vinna eftir.
  Meginmarkmið með verkefninu er að skrifa námskrá fyrir leikskóla sem fylgir stefnu um leikskóla margbreytileikans þar sem fjölbreytileikinn fær að njóta sín í lýðræðislegu og hvetjandi umhverfi. Byggt er á auðlindum barnanna og styrkleikar þeirra og kennara eru nýttir til þess að skapa merkingabæra reynslu og tækifæri til náms. Þörfum barna með sérstakan stuðning er mætt innan barnahópsins til þess að koma í veg fyrir aðgreiningu og sérstakur stuðningur er ekki takmarkaður við ákveðinn tíma dags. Börnin eru hvött til þess að hafa áhrif á nám sitt og geta gengið frjálst á milli leiksvæða, valið sér leikfélaga og viðfangsefni. Umgjörð leikskólans er sveigjanlegt dagskipulag sem gefur börnum kost á að klára leik á eigin forsendum, en jafnframt fá þau fá nægan tíma við aðrar athafnir, þau geta t.d. valið hvenær þau fara í matartíma og verið eins lengi þar og þau þurfa.
  Áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku allra barna. Með uppeldisfræðilegum skráningum (e. pedagogical documentation) á vinnu og leik barna fylgjast kennarar með líðan og virkni barnanna. Kennarar sinna rannsóknum (e. teacher research) á starfi sínu og ígrunda stöðugt hvað megi gera betur, hvað gengur vel og hvernig líðan barna er. Þannig er einnig stuðlað að því að efla fagmennsku kennara.
  Út frá vinnu þessa verkefnis er dregin sú ályktun að kennarar líti á öll börn sem hæfa einstaklinga og séu meðvitaðir um að börn læra á mismunandi hátt. Kennararnir eru tilbúnir að gera breytingar á umhverfi og skipulagi til þess að koma til móts við börnin og ólíkar þarfir þeirra. Litið er á leik sem aðalnámsleið barna og þeim eru gefin tækifæri til þess að þróa hann áfram og komast í flæði (e. flow) án þess að leikurinn sé stoppaður fyrir skipulagðar athafnir eins og matartíma eða útiveru. Sjálfbærni er í hávegum höfð og virðing fyrir fólki og náttúru er hluti af skólamenningu leikskólans.

 • Útdráttur er á ensku

  This master's thesis is a theoretical analysis where an emergent curriculum is formulated for an imaginary preschool in Iceland. The purpose of the curriculum is that new preschools can use it as a basis for their own curriculum and that preschools that want to change working methods find useful elements to build upon.
  The main goal of the project is to write a curriculum for a preschool that follows a policy of inclusive education, where diversity can be enjoyed in a democratic and encouraging environment. It is based on the use of both the children's and teacher's resources and strengths to create meaningful experiences and learning opportunities. The needs of children with special support are met within the group in order to prevent differentiation and special support is not limited to a specific time of day. The children are encouraged to influence their learning and have the freedom to walk between play areas, choose playmates and activities. The framework of the preschool is a flexible daily schedule that gives children the opportunity to finish play on their own terms, and at the same time they are given enough time for other activities, such as they can choose when they go to eat and take as long as they need to finish mealtimes.
  Emphasis is placed on the democratic participation of all children. Through pedagogical documentation of the children's work and play, teachers monitor the children's well-being and activity. Teachers do research and evaluate their own work and constantly reflect on what can be done better, what is going well and how the children are feeling. This also contributes to strengthening the professionalism of the teachers.
  Based on the work of this project, it is concluded that teachers look at all children as qualified individuals and are aware that children learn in different ways. The teachers are ready to make changes in the environment and organization to accommodate each individual child and their different needs. Play is the main learning path for children and
  therefore the children are given the opportunity to develop play as a basis for growth and to get into a state of flow without the play being interrupted for organized activities such as mealtimes or outdoor activities. Sustainability and respect for people and nature is part of
  the preschool's culture.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret-Lara-Sigurdardottir.pdf644.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing lokaverk.pdf502.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF