is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40072

Titill: 
  • Samræður í yngri barna kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gæði kennslu er vítt hugtak sem erfitt er að finna eina skilgreiningu á og margir þættir sem spila þar inn í. Samkvæmt greiningarramma PLATO eru samræður í kennslu einn af tólf þáttum sem metnir eru til að greina og skilja gæði í kennslu. Rannsókn þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennslu yngri barna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið með rannsókninni var að fá innsýn í hvernig kennari nýtir samræður í kennslustund hjá yngri börnum. Gerð var vettvangsathugun með myndbandsupptöku hjá einum bekk í grunnskóla og skráði rannsakandi hjá sér helstu atriði sem þar komu fram. Fjallað verður um fyrri rannsóknir um samræður í kennslu, Aðalnámskrá grunnskóla verður skoðuð með tilliti til þeirra, auk þess verður skoðað hvernig námsaðstæður henti best til þess að stuðla að góðum samræðum í kennslu. Farið verður í helstu niðurstöður sem mátti finna í vettvangsathugunni og þær tengdar við fyrri rannsóknir. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að til þess að samræður í kennslu byggi á gæðum sé til margs að hyggja, þá skiptir hlutverk, viðbrögð og skipulag kennarans þar höfuðmáli.

Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. - Samræður í yngri barna kennslu.pdf708.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf197.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF