is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40073

Titill: 
  • Að fara skrefinu lengra : leiðir til að auka gæði kennslu í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á einkenni gæði kennslu út frá ólíkum sjónarhornum, nokkurs konar 360° skoðun og tengja hana við hugmyndafræðina um faglegt lærdómssamfélag. Skoðað var hvernig myndbandsupptökur aðstoða kennara við að þróa kennsluhætti með áherslu á vitsmunalega áskorun. Á sama tíma var leitast við að skilja hvernig skólastjóri getur stutt við kennara sína með kennslufræðilegri forystu. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar sem bæði megindlegum og eigindlegum gögnum var safnað. Fylgst var með kennslustundum á unglingastigi þar sem kennararnir stunduðu markvissa vinnu við að þróa kennsluhætti sína. Þeir notuðu greiningarrammann PLATO við að greina myndbandsupptökur af eigin kennslu. Tekið var viðtal við skólastjóra viðkomandi skóla og rýniviðtöl við kennara og nemendur. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur ásamt því að meta kennslustundir. Rannsóknin fór fram skólaárið 2020-2021. Meginniðurstöður gefa vísbendingu um að æskilegt sé fyrir skólastjórnendur sem vilja ástunda kennslufræðilega forystu að skapa vettvang fyrir faglega samræður við kennara um kennsluhætti og til að geta það þarf hann upplýsingar um það sem gerist í skólastofunni. Skólastjórinn í þessari rannsókn hefur þróað vinnulag innan skólans sem snýr að því að styðja kennara við að þróa og bæta kennsluhætti. Skólastjórinn fær öfluga kennara til að fara inn í kennslustundir hjá öðrum kennurum, safna gögnum og veita þeim leiðsögn sem þurfa á henni að halda. Skólastjórinn lagði sig líka fram um að eiga faglegar samræður við kennara. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja þá nálgun að kennararnir tóku fyrir ákveðna þætti í kennsluháttum sínum, ígrunduðu þá og reyndu að bæta. Kennurunum fannst árangursríkt við mat á kennslustundum að nota myndabandsupptökur. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að lærdómsamfélag óx þegar kennarar virtust nota markvisst aðferðir sem krefðust virkni og samstarfs nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to shed light on the quality of teaching from different perspectives, a kind of 360 ° view. I surveyed how video recordings could support teachers to develop their teaching methods with emphasis on intellectual challenge. At the same time, an attempt was made to an understanding of how the principal could give the best support to teachers with instructional leadership. The study was a case study and used both qualitative and quantitative data. Lessons at the lower secondary level were observed, where the teachers engaged in systematic work to develop their teaching methods. They analysed and reviewed video recording from their lessons according to the PLATO protocol. An interview was conducted with the principal of the school and focus grubbs with teachers and students. A questionnaire was provided for students and lessons were also analysed. The study took place in the school year 2020-2021. The main results indicate that it is sensible for a principal who wants to practice instructional leadership to create a platform for professional dialogue with teachers about teaching methods, and to be able to do so he needs information about what is happening in the classroom. The principal in this study has developed a way of working within the school that aims to support teachers in developing and improving teaching methods. The principal gets a powerful teacher to go into the lessons of other teachers, collect data and provide guidance to those in need. The principal also made an effort to have professional discussions with teachers. The results of this study support the approach that teachers addressed certain aspects of their teaching methods, ponder and tried to improve. The teachers found the use of video recordings effective in evaluating lessons. The results of this study showed that the learning community grew when teachers seemed to use methods that required the activity and cooperation of students.

Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir_lokaskil_23921.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sigurbjörg Hvönn_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf178.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF