is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40074

Titill: 
 • Ég skil það sem ég get sagt öðrum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslensk ungmenni hafa síðan um aldamót dregist jafnt og þétt aftur úr nágrannaþjóðum okkar í lestri ef miðað er við PISA-kannanir. Ástæðurnar eru margþættar en líklegt er að áhugaleysi um lestur sé ein þeirra. Markmið með þessari rannsókn var að skoða hvort rækt við vandaðan upplestur og túlkun texta í litlum hópi geti haft áhrif á áhuga og lesskilning?
  Rannsókn var gerð á 48 nemendum í fjórða bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Lesskilningspróf var lagt fyrir þá í upphafi vetrar og síðan aftur í desember sama ár. Nemendahópnum var skipt upp í tvo jafna hópa á grundvelli niðurstaðna úr lesskilningsprófinu sem tekið var í ágúst. Íhlutun fengu 24 nemendur og var þeim skipt niður í fimm hópa sem voru nefndir Ís, Vatn, Jörð, Loft og Eldur, með 4 til 6 nemendum í hverjum hópi. Nemendur hittust einu sinni í viku í tólf vikur, lásu upp hver fyrir annan í notalegu og öruggu umhverfi, og vönduðu framburð og túlkun. Þeir ræddu um efni bókanna og lögð var áhersla á að hafa ánægju af þessum stundum og kveikja áhuga á lestri.
  Niðurstöður sýndu að báðum hópunum fór fram á tímabilinu. Framfarir í íhlutunarhópi voru ívið meiri en sá munur var ekki marktækur. Nemendur í íhlutunarhópi sýndu áhuga á að taka þátt í lestrinum og virtust hafa ánægju af að lesa og hlusta. Rannsakandi tók eftir að áhugi nemenda á lestri bóka virtist vera smitandi því nemendur í samanburðarhópnum óskuðu líka eftir að vera í litlum lestrarhópum.
  Rannsóknin gefur tilefni til þess að skoða þann möguleika að kenna börnum lestur og lesskilning á annan hátt en tíðkast hefur í grunnskólum landsins. Kennsla í litlum hópum með áherslu á upplestur og ánægju af lestri virðist auka áhuga þeirra og skilning.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic students have since the turn of the century performed less well than the other Nordic countries on the international PISA tests. The reasons are many but it is likely that lack of interest is one of them. The aim of this study was to examine whether student's careful and expressivereading in small groups affects their reading comprehension and interest in reading.
  A study was conducted on 48 students in 4th grade in a primary school in the capital area. Students were given a reading comprehension test at the beginning of winter and then again in December of the same year. The student group was divided into two equal groups of students based on the results of the first reading comprehension test. There were 24 students in the intervention group and they were then divided into five smaller groups called Ice, Water, Earth, Air and Fire, with 4 to 6 students in each group. Each group was given 12 hours of instruction in delivering high-quality readings as well as doing so in a pleasant and safe environment.
  The results did not conclusively show that the students in the intervention group improved their reading comprehension. The results showed the majority of students in both groups performed better. The researcher noticed an increase of interest with the students' whether they were in an intervention group or a control group. Reading books seemed to be contagious, and the control group would also have liked to be in small reading groups.
  It is a matter of concern whether it is not appropriate for students to look at the possibility of teaching reading and reading comprehension in a different way than has been the case in the country's primary schools to date.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurey Valdís Eiríksdóttir Hjartar. M. Ed -Lokaskil.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing.jpg2.12 MBLokaðurYfirlýsingJPG