is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40075

Titill: 
 • "Það er bara þessi áhersla á mannrækt sem skiptir sköpum" : viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskólanum NÚ.
 • Titill er á ensku “The focus on character education is crucial” : parent perspectives on school practices in NOW compulsory school
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er varpað ljósi á viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskóla sem hefur áhugadrifið nám að yfirlýstu markmiði þar sem leitast er við að stuðla að sjálfsábyrgð og sjálfræði nemenda. Fyrri rannsóknir sýna fram á aukinn áhuga og sjálfstjórn nemenda ef þörf þeirra fyrir sjálfræði er mætt. Jafnframt sýna rannsóknir að hlutdeild foreldra í námi barna skiptir máli fyrir námsgengi þeirra og velfarnað. Þegar kemur að stefnumótun menntamála og skólaþróun á Íslandi er mikilvægt að skoða starfshætti grunnskóla með gleraugum flestra sem að þeim koma. Því er áhugavert að kanna viðhorf foreldra til námsskipulags og starfshátta skóla sem hefur áðurnefnd markmið að leiðarljósi. Um er að ræða tilviksrannsókn sem gerð var meðal foreldra barna í 8.–10. bekk í grunnskólanum NÚ vorið 2019. Fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt þar sem tekin voru sjö einstaklingsviðtöl auk þriggja óformlegra vettvangsheimsókna. Niðurstöður sýndu að foreldrar voru almennt ánægðir með starfshætti skólans, einkum áherslu á mannrækt sem hefur skilað sér í persónulegum vexti nemenda, sem og þrautseigju, ábyrgð og almennri gleði. Foreldrar töluðu sérstaklega um að nemendur væru minntir á að eigið hugarfar og eljusemi skipti sköpum varðandi árangur, og um leið upplifðu þeir að raddir nemenda skiptu máli. Traust og virðing í öllum samskiptum var áberandi í viðtölunum og nefndu foreldrar ánægju nemenda sem fylgdi ákveðnu valfrelsi og sveigjanleika í náminu. Áhugi kviknaði hjá sumum á meðan aðrir fundu aukinn tilgang. Minni kennarastýring en nemendur áttu að venjast í fyrri skólum samfara auknu sjálfræði og sjálfsábyrgð í vinnubrögðum reyndist nemendum þó erfiður hjalli í upphafi. Í byrjun skólaárs tóku margir þeirra dýfu í námsárangri og vinnulagi en flugu hærra en nokkru sinni fyrr þegar á leið, að sögn foreldra. Upplýsingar um nám og framvindu birtast á rafrænu svæði nemenda sem foreldrar höfðu takmarkaða þekkingu á og flækti það eftirfylgni með náminu. Foreldrar eru hagsmunaaðilar í skólasamfélaginu og því skiptir máli að fá fram viðhorf þeirra til skólastarfs, einkum hvort og með hvaða hætti þeir telja starfshætti skóla hafa raunveruleg áhrif á börn sín.
  Efnisorð: Viðhorf foreldra, áhugadrifið nám, mannrækt, stuðningur við sjálfræði, sjálfsákvörðunarkenningar.

 • Útdráttur er á ensku

  The essay sheds light on parents’ perspectives toward the practices of a compulsory school whose stated goal is to facilitate interest-based learning, with emphasis on supporting student self-responsibility and autonomy. Previous studies show that if student needs for autonomy are met, their interest and self-discipline will increase. Studies also show that parents’ involvement in their children's education is crucial to school performance and well being. When it comes to policy-making in educational matters and the development of schooling in Iceland, it is important to view school practices through the perspectives of as many stakeholders as possible. It is therefore of interest to examine the perspectives of parents regarding the learning arrangements and school practices in schools where such goals form one of the guiding principles. The dissertation revolves around a case study conducted among parents of students in grades 8-10, who attended NOW compulsory
  school in spring 2019. A phenomenological approach was used in seven personal interviews, along with three informal field studies. The findings show that parents were generally content with the school practices, particularly the emphasis on character education, which has led to increased personal growth, such as resilience, responsibility
  and overall well-being and sense of joy. The parents specifically noted how students were encouraged to account for their state of mind, while also underlining the importance of diligence regarding success. The parents also felt that the staff listened to student voices, and they mattered. Trust and respect in communication featured strongly in the interviews, where parents talked about how happy students were with the freedom to choose and flexibility in the learning. It led to increased interest in some students while producing a sense of purpose in others. Less focus on teacher-centered instruction in comparison to more traditional schools, in conjunction with increased autonomy and self-responsibility across school practices, proved a difficult obstacle to begin with. According to the parents, many students saw a dip in their learning performance at the onset of the school year, which then jumped higher than they had ever experienced before, as time passed. Information about learning progress was published digitally and some parents had limited knowledge of the platform, leading to complications in following up their children’s studies. Parents are stakeholders within the school community, and it is therefore important to examine their perspectives on school practices, particularly with regard to whether and in what way they feel that school practices impact their children.
  Key terms: Parents’ perspectives, interest-based learning, character education, autonomy support, self-determination theories.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERD-september2021-Soffía H. Weisshappel.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Staðfesting-Soffía H. Weisshappel.pdf45.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF