is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40078

Titill: 
 • „Getur þú búið til meira svona digital drama námsefni, part tvö? Fyrir næsta ár?“ : þýðing og prófun á námsefni fyrir grunnskólanemendur um stafræna borgaravitund frá Common Sense Education
 • Titill er á ensku „Can you create more digital drama material like this, part two? For next year?" : translating and teaching lessons on digital citizenship from Common Sense Education for Icelandic sixth graders
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið fólst í því að gera starfendarannsókn sem snýr að kennsluefni sem hjálpar nemendum á grunnskólastigi að temja sér góða umgengni á netinu og efla stafræna borgaravitund. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort að nýtt námsefni frá Common Sense Education í þýðingu minni, gæti breytt kennsluháttum mínum og fært til betri vegar. Námsefni Common Sense Education (CSE) er með áherslu á stafræna borgaravitund (e. digital citizenship). Rannsóknin fólst í þvi hvort námsefnið gæti bætt við þekkingarbrunn minn sem ég miðla til nemenda og beint athyglinni að siðferðislegum þáttum og áskorunum daglegs lífs í síaukinni netnotkun samtímans. Þátttakendur í rannsókninni, fyrir utan mig, voru 21 nemendur, 11 strákar og 10 stelpur í 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar. Teknar voru vettvangsnótur á meðan á ferlinu stóð og gerð forkönnun og lokamatskönnun. Í forkönnun var könnuð þekking nemenda á nokkum hugtökum stafrænnar borgaravitundar. Í lokamats- könnun, þegar kennslustundum var lokið, var þekking á hugtökunum könnuð aftur til að sjá hvort námsefni CSE hefði bætt við þekkingu hjá nemendum. Að auki fengu nemendur tækifæri til að gefa námsefninu og þýðingum mínum yfir á íslensku, einkunn og endurgjöf. Í lok starfendarannsóknar var tekið rýniviðtal, þar sem hópur fjögurra nemenda (2 stúlkur og 2 drengir) var spurður um gagnsemi námsefnisins og hvort það hafi breytt viðhorfum þeirra til eigin netnotkunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að námsefni Common Sense Education geti eflt stafræna borgaravitund nemenda. Rannsóknin sýndi að námsefnið hentaði einkar vel fyrir kennara til að stýra umræðu nemendahópa um helstu hugtök og þætti sem tengjast stafrænni borgaravitund. Það skipti miklu máli fyrir nemendur að allt námsefnið sé á íslensku, en fjögur stutt myndbönd voru á ensku og ekki þýdd. Ályktun sem draga má af rannsókninni er að það skiptir miklu máli að efla námsefnisgerð á íslensku um stafræna borgaravitund. Námsefni CSE hentar prýðilega til þess að hjálpa nemendum betur að temja sér heilbrigða umgengni um Netið og notkun stafrænna miðla. En til þess að námsefnið nái til allra nemenda þá verður að kosta til framleiðslu og staðfæringar á efninu á íslensku. Vanda verður til þýðingar á öllu efninu á íslensku.

 • Útdráttur er á ensku

  The project consisted of an action research on teaching lessons that help students at the primary school level to develope a good approach to internet usage and strengthen their digital citizenship. The purpose of the study was to see if new learning material, I translated into Icelandic from Common Sense Education (CSE), could change my teaching methods and lead to a better knowledge in the focus element of the CSE curriculum, mainly digital citizenship. I sought to determine whether the learning material could add to my source of knowledge that I share with my students and focus on the ethical aspects and challenges of
  every day life in regards to the ever-increasing use of the Internet. Participants in the study, apart from myself, were 21 students, 11 boys and 10 girls in the 6th grade of Hornafjörður Primary School. Field notes were taken during the prosess as well as a preliminary survey with a focus on examining the students‘ knowledge of some concepts of digital citizenship as well as a final evaluation survey to re-examine those concepts and see if the CSE lessons had added to the knowledge of the students. The students also had the opportunity to grade and give feedback to the learning materials and my translations into Icelandic. At the end of the action research, an interview was conducted in which a group of four students (two girls and two boys) were asked about the learning process, about the usefulness of the study material and whether it had changed their attitudes towards their own use of the Internet. The results of the study suggest that the CSE curriculum can enhance students‘ digital citizenship awareness. The research shows that the study material is particularly suitable for guiding the discussion of student groups on the main concepts and aspects related to digital citizenship. It is very important for most students that material is fully translated in Icelandic. A conclusion that can be drawn from the study is that it is very important to strengthen the production of study material in Icelandic on digital citizenship. The CSE learning material is ideally suited to help students better cultivate a healthy Internet presence and the use of digital media. But in order for the study material to reach all students, it needs added financial support to produce and localize the material in Icelandic.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SaemundurHelgasonMEdverkefniSept2021-lokaskjal.pdf15.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf54.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF