is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4008

Titill: 
 • Lífsleikni í grunnskólum - staða og horfur : rannsókn á kennslu og viðhorfum vorið 2008
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi meistaraprófsritgerð byggist á rannsókn sem gerð var vorið 2008 þar sem reynt var að varpa ljósi á stöðu námsgreinarinnar lífsleikni í grunnskólum skólaárið 2007 til 2008. Lífsleikni var gerð að sjálfstæðri skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum hér á landi með nýrri aðalnámskrá sem menntamálaráðuneytið gaf út fyrir bæði skólastigin árið 1999. Í rannsókninni, þar sem beitt var bæði megindlegum og eigindlegum aðferðum, var ætlunin að kortleggja kennslu í greininni og notkun á námsefni auk þess sem könnuð voru viðhorf kennara til hennar.
  Niðurstöður, sem byggjast á svörum skólastjóra og kennara úr 61 grunnskóla, benda til þess að lífsleikni sé kennd að lágmarki eina stund í viku í hverjum árgangi í allflestum skólum og að talsverð breidd sé í vali og notkun námsefnis þó ákveðið efni virðist algengast. Svo virðist sem minnihluti skóla geri lífsleikniáætlun eins og mælst er til í aðalnámskrá. En í rannsókninni kemur fram sterk vísbending um að slík áætlun stuðli að markvissri kennslu greinarinnar. Þá sýna niðurstöður ótvírætt að viðhorf kennara og skólastjórnenda til lífsleikni eru mjög jákvæð og að almenn sátt ríkir meðal þeirra um áherslur greinarinnar eins og þær birtast í aðalnámskrá.
  Megintilgangur rannsóknarinnar var að safna upplýsignum um lífsleikni og lífsleiknikennslu í grunnskólum í því augnamiði að niðurstöður gætu nýst í tengslum við þróun greinarinnar, svo sem við námskrárgerð, námsefnisgerð og kennaramenntun.
  Lykilorð: Lífsleiknikennsla.

Samþykkt: 
 • 13.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AY_fixed.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna