Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40080
This research was conducted in order to examine the relations between lotation-REST therapy (Restricted Environmental Stimulation Therapy) and sleep. Sixteen participants took part. First part involved eleven participants who had three sessions of flotation-REST therapy. The PSQI questionnaire was used to measure sleep quality and all participants answered the list four times. First before the intervention, twice during the intervention and then again two weeks after the last intervention session. In the second part of the study, 5 participants tracked their sleep every night for 4 weeks. They tracked their sleep a week before, during and two weeks after the flotation sessions. In the analysis the participants were divided into two groups depending on the severity of their sleep problems. Six participants had mild sleep problems, but five participants had severe sleep problems according to their scores on the PSQI. The results indicated that flotation-REST therapy had an effect on sleep quality, especially among people with severe sleep problems. Therefore, flotation-REST therapy might be an useful intervention for individuals with sleep problems. Given that flotation is getting more popular in the society, more research is needed to gather a better understanding of the impact that flotation can have on the mental and physical health of individuals.
Keywords: Flotation-REST therapy, sleep, sleep quality, Pittsburgh Sleep Quality Index, relaxing in water, relaxation.
Útdráttur
Þessi rannsókn var gerð til að skoða samband milli flotmeðferðar í vatni (REST) og svefns. Alls tóku sextán þátttakendur þátt í rannsókninni. Í fyrri hluta fóru ellefu þátttakendur í alls þrjá flotmeðferðartíma. PSQI spurningalisti var notaður til að meta svefngæði og svöruðu þátttakendur þessum lista alls fjórum sinnum á rannsóknartímabilinu. Fyrst var listanum svarað viku fyrir meðferð, síðan var listanum svarað tvisvar á þeim tíma sem þátttakendurnir voru í floti. Síðasti listinn var lagður fyrir tveimur vikum eftir síðasta meðferðartímann. Í seinni hluta rannsóknarinnar skráðu 5 þátttakendur niður hve lengi þeir sváfu hverja nótt. Þeir skráðu svefnlengdina viku fyrir flotmeðferðina, meðan meðferðin stóð yfir og viku eftir síðasta meðferðartíma. Í niðurstöðum var þátttakendum skipt í tvo hópa eftir alvarleika svefnvandamála þeirra. Sex af ellefu þátttakendum höfðu væg svefnvandamál en hinir fimm höfðu mikil svefnvandamál samkvæmt heildarskori þeirra á PSQI listanum. Niðurstöður benda til þess að flotmeðferð í vatni geti haft áhrif á svefngæði, og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem glíma við mikil svefnvandamál. Samkvæmt niðurstöðum eru vísbendingar um að flotmeðferð í vatni gæti verið notuð sem íhlutun fyrir einstaklinga sem glíma við vandamál tengd svefni. Flotmeðferð í vatni hefur náð auknum vinsældum síðustu ár sem leiðir til þess að nauðsynlegt er að rannsaka frekar áhrif hennar. Frekari rannsóknir gætu orðið grundvöllur fyrir að nota flotmeðferð til að aðstoða einstaklinga með andleg og líkamleg vandamál.
Keywords: Flotmeðferð í vatni (REST), slökun í vatni, slökun, svefngæði, svefn, Pittsburgh Sleep Quality Index
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc.RITGERÐ.Sveinn.Jose.skemman.okt.pdf | 409.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |