en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40083

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjálfvirk gólfhitahönnun með Matlab
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þegar verið er að hanna gólfhitakerfi í byggingar er oft notað AutoCAD og slaufur hannaðar handvirkt. Þetta ferli getur verið frekar einhæft og seinlegt. Markmið verkefnisins var að gera notendavænt forrit sem styttir tíma við hönnun á gólfhitakerfum ásamt því að skila reikningum í samræmi við staðla og byggingarreglugerð. Forritið sem var gert, virkar þannig að notandi fyllir út Excel skjal í samræmi við hönnunarforsendur sínar og keyrir forritið. Forritið skilar smáforriti á textaformi sem hægt er að draga í AutoCAD og við það teiknast slaufur sjálfvirkt. Þegar slaufur eru færðar í AutoCAD teiknast þær hlið við hlið á x-ás. Forritið skilar einnig útreikningum byggðum á gólfhitastaðlinum ÍST EN 1264 í öðru Excel skjali sem hönnuður getur yfirfarið. Gerð var tilraun þar sem hannaðar voru gólfhitaslaufur í 160 m2 hús með og án hjálpar forritsins og tekinn tíminn. Þegar forritið var ekki notað tók um 80 mínútur að hanna gólfhitakerfi í húsið en þegar forritið var notað tók 43 mínútur að hanna í húsið. Mismunur á tíma sannar það að hægt er að gera ýmis hönnunarverkefni sjálfvirkari. Hægt væri þó að bæta forritið til muna og stytta tímann við hönnun enn meira ef forritið gæti tengt slaufur sjálfvirkt við gólfhitakistur.

Accepted: 
  • Oct 27, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40083


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni_Skemman.pdf3.36 MBOpenComplete TextPDFView/Open