is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40089

Titill: 
 • Brú til betra lífs : ágrip af þróun geðheilbrigðismála á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Geðheilbrigði hefur lengi verið manninum hugleikin. Mismunandi hugmyndir hafa í gegnum tíðina verið uppi um hvað geðheilbrigði er og af hvaða orsökum fólk veikist á geði. Trú á illa anda og refsingar frá yfirnáttúrulegum öflum hafa verið settar í samhengi við andleg veikindi eins lengi og vitneskjan um andlegt vanheilbrigði hefur þekkst og margar hugmyndir og leiðir hafa verið reyndar til þess að ná bata af andlegum veikindum. Hér á Íslandi hefur þróunin á bataferli haldist nokkuð í hendur við ráðandi meðferðarhugmyndir hvers tíma. Það var þó ekki fyrr en að Kleppsspítali opnaði að meðferð við geðsjúkdómum hófst að einhverju marki. Lengi var stofnanavæðing og læknisfræðileg nálgun alls ráðandi í meðferðarúrræðum en á 7. áratug tuttugustu aldar fóru nýjar hugmyndir byggðar á félagslegri nálgun að gera vart við sig. Samfélagsgeðlækningar hafa í dag tekið yfir sem meðferð við geðsjúkdómum. Hugmyndin um að samfélagið komi að bataferli voru talsverðan tíma í þróun en hafa síðan fest sig í sessi.
  Ætlunin með þessu verkefni er að reyna varpa ljósi á þróun geðheilbrigðismála á Íslandi. Verkefninu er skipt í þrjá kafla sá fyrsti fjallar um upphafið og þróunina að stofnun Kleppsspítala. Annar kafli fjallar um Klepp fram að stofnun göngudeildar Landspítalans og þriðji kafli fjallar um undirstöður samfélagsgeðlækninga. Viðtöl við tvo sérfræðinga á þessu sviði, Önnu Valdimarsdóttir iðjuþjálfa og Óttar Guðmundsson geðlækni, fylgja með lesandanum til glöggvunar. Að lokum verða þessir þrír kaflar bornir saman og leitað svara við rannsóknarspurningunni: Hvað hefur einkennt þróun geðheilbrigðismála á Íslandi?
  Lykilorð: Geðheilbrigði, samfélagsgeðlækningar, Kleppsspítali.

 • Útdráttur er á ensku

  Mental health has long been a concern for mankind. There have been different ideas over the years about what mental health is and why people get mentally ill. Beliefs in demons and supernatural powers have been linked to mental illness for as long as the knowledge of mental illness has been known, and many ideas and different ways have been used to recover from mental illness. In Iceland, the development of the recovery process has kept pace with the prevailing treatment ideas of the time. However, it was not until Kleppsspítali opened that treatment for mental illness began to some extent. For a long time, institutionalization and the medical approach were dominant in treatment options, but in the 1970s, new ideas based on a social approach began to emerge. Community psychiatrists have today taken over as a treatment for mental illness. The idea that society would be part of a recovery process was a considerable time in development but has since become entrenched.
  The intention of this project is to try to shed light on the development of mental health in Iceland. The project is divided into three chapters, the first of which deals with the beginning and development of the establishment of Kleppsspítali. The second chapter tells the story of Kleppsspítali until the establishment of the outpatient department of Landspítali and the third chapter deals with the foundations of community psychiatry. Interviews with occupational therapist Anna Valdimarsdóttir and psychiatrist Óttar Guðmundsson accompany the reader for clarification. Finally, these three chapters will be compared, and an answer will be sought to the research question of how the development of mental health has been in Iceland.
  Key words: Mental health, community psychiatry, Hospital Kleppur.

Samþykkt: 
 • 28.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágrip af þróun geðheilbrigðismála á Íslandi 22062021(2) 7.okt.pdf688.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna