en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/401

Title: 
 • is Útskipting fiskimjöls í fóður fyrir bleikju : (salvelinus alpinus)
Authors: 
Abstract: 
 • is

  Tilgangur og markmið þessa verkefnis var að kanna hvort minnka megi hlutfall fiskimjöls í
  fóðri fyrir eldisbleikju (Salvelinus alpinus) til móts við próteingjafa af plöntuuppruna. Notkun
  plöntupróteina sem próteingjafa í fóður til fiskeldis hefur verið rannsakað í mörg ár vegna
  takmarkaðs magns af fiskimjöli í heiminum, mikillar eftirspurnar og neikvæðrar verðþróunar
  á mörkuðum. Notkun plöntupróteina í stað fiskimjöls hefði mjög jákvæð áhrif á arðsemi
  fyrirtækja sem stunda bleikjueldi þar sem fóðurkostnaður er yfirleitt um helmingur af
  framleiðslukostnaði í eldi bleikju og annara laxfiska.
  Valdar voru tvær tegundir af jurtapróteinum í fóður fyrir bleikju til samanburðar við
  hefðbundið fóður. Þurrfóður var útbúið með mismunandi hlutföllum af plöntupróteini og
  fiskar fóðraðir í 4 mánuði. Vöxtur, þrif, meltanleiki og fóðurstuðull var rannsakað í
  samanburði við hópa sem fengu hefðbundið bleikjufóður (fiskimjöl sem aðal próteingjafi).
  Niðurstöðurnar benda til þess að repjumjöl geti verið hentugur próteingjafi í fóður fyrir
  eldisbleikju. Góður vöxtur og góð fóðurnýting náðust með fóðri sem innihélt 28% repjumjöl.
  Lykilorð: Fiskeldi; Bleikja; Fiskimjöl; Vöxtur; Meltanleiki.

Description: 
 • is Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/401


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
utskipting.pdf651.68 kBMembersHeildartextiPDF
utskipting_e.pdf120.3 kBOpenEfnisyfirlitPDFView/Open
utskipting_h.pdf138.62 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open
utskipting_u.pdf180.07 kBOpenÚtskipting fiskimjöls í fóður fyrir bleikju - útdrátturPDFView/Open