is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40102

Titill: 
 • Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands - reynsla bænda, aðferðir og árangur
 • Titill er á ensku Grazed revegetation sites in Icelandic highlands. Farmers´experience, methods and success
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undanfarna áratugi hefur uppgræðsla verið stunduð um allt land við mismunandi aðstæður. Bændur vinna að því uppgræðslustarfi að stórum hluta, bæði á heimalöndum og í afréttum, í samvinnu við Landgræðsluna. Markmið þessa verkefnis var að afla þekkingar frá bændum um beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, kynnast sjónarmiðum þeirra, aðferðum og árangri. Gerð var tilviksrannsókn sem byggði á eftirfarandi gagnaöflun: Viðtöl voru tekin við valinn hóp einstaklinga sem þekktu vel til á hverju svæði og ásamt þeim farið í vettvangsskoðun um uppgræðslurnar. Farið var um afrétti í Suður-Þingeyjarsýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, alls tólf svæði. Reitir voru gróðurgreindir, teknar myndir og saga staðar skráð. Frekari gagna var aflað þegar þurfa þótti, þar til nóg efni lá fyrir til að setja fram niðurstöður.
  Markmið bænda með uppgræðslustarfi eru að uppfylla skilyrði gæðastýringar í sauðfjárrækt, að ná árangri við uppgræðslu lands, að græða land undir beit og beitarstjórnun. Aðgengi, kostnaður og væntanlegur árangur ráða mestu um hvaða svæði eru tekin til uppgræðslu. Dreifing áburðar er helsta úrræðið við uppgræðslurnar. Sums staðar þarf að nota fræ en til að það komi að gagni þarf að fella það niður. Heyi er sums staðar dreift í börð og við aðrar mjög erfiðar aðstæður.
  Árangurinn sem bændur stefna að með uppgræðslu er full gróðurþekja sem getur lifað hjálparlaust. Við uppgræðslu barða og rofjaðra er stefnt að því að sár lokist og grói upp, rof hætti og gróður þeki moldir og börð. Bændur vinna að uppgræðslum á hverjum stað þar til viðunandi árangri er náð. Erfitt að meta að ákveðnar aðgerðir leiði til ákveðins árangurs en samspil uppgræðsluaðgerðanna, landsins og umhverfisins ræður hvernig uppgræðslurnar taka við sér. Landið og umhverfið ráða hins vegar mestu um hvaða gróður lifir til langframa og hvernig gróðurfar þróast eftir að uppgræðslustarfinu telst lokið. Yfirleitt ná uppgræðslurnar þokkalegri gróðurþekju á fáeinum árum, sem síðan þróast yfir í náttúrulegar vistgerðir með tímanum og falla vel að umhverfi. Alla jafna hefur verið mjög gróðurlítið fyrir á þessum stöðum þannig að uppgræðslurnar hljóta að teljast árangursríkar.
  Árangur af uppgræðslustarfi bænda á hálendinu er góður og ekki lakari en á friðuðum uppgræðslum, enda telja bændur að beit og uppgræðslur fari vel saman. Undanfarna áratugi hefur gróður á afréttum verið í framför með þeirri sauðfjárbeit sem þar hefur verið. Bóndinn nýtir afrétt sinn til beitar og kynnist náttúru landsins á þann hátt. Þekking heimamannsins kemur til vegna nýtingarinnar. Sú þekking er bóndanum nauðsynleg og leggur grunninn að búmennsku sem kemur báðum til góða, bóndanum og náttúrunni sem hann býr í.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic farmers have been revegetating sites within the barren common ranges in the highlands, in collaboration with The Soil Conservation Service of Iceland, for decades. Most of these sites have been simultaneously used for sheep grazing. Until now, these sites have gained little attention.
  The aim of this study was to gather farmers´ knowledge about grazed revegetation sites in Icelandic highlands and to investigate their views, experience, methods, and success. The study was carried out as a case study. Individuals, with special local knowledge about the revegetation projects in their area, were interviewed along with a field survey on the sites. A total of twelve places in the common highlands of Iceland were visited, three sites in the Northeast part of Iceland and nine sites from Southwest to the Southeast of Iceland. Data collection, conducted on-site by interviewing, included documentation of site´s history along with general vegetation analysis, soil documentation, and photoshoots of selected points. If required, further data was gathered during the data analysis.
  Farmers´ main aims with their reclamation was to fulfil the obligations for land use in The Regulation of Quality Controlled Sheep Management, reclamation success on each site, and improved grazing conditions for their animals. Access, cost, and probable success were the main factors behind selection of sites to reclaim. Fertilizing was the main revegetating method while on certain sites sowing was also required. For successful sowing, the seed needs to be buried. In some situations, hay has been distributed on edges of erosion sites or at other difficult conditions.
  With their reclamation work, farmers´ aim towards a complete viable and sustainable vegetation cover. When edges of erosion sites are revegetated, the aim is to stop erosion, and to cover all spots of bare ground. At each site, farmers repeat fertilizer application and other actions as often and frequently as needed for their aims to be reached.
  The rate of reclamation at each site, is due to an interaction between the type of soil and other natural factors on one hand and the actions the farmers make on the site on the other hand. What type of vegetation or an ecosystem develops at each site seems mostly depend on natural circumstances. The revegetation sites are usually very sparsely vegetated in the beginning, adequate vegetation cover is most often obtained after few years of fertilizer application. By time, specially under grazing, the revegetated sites develop an ecosystem that integrates fully with surroundings and reclamation of grazed highland sites seems as successful as on the sites protected from grazing. Farmers state that grazing and revegetation are fully compatible and go hand in hand for a successful, sustainable reclamation in the highlands. This statement is supported by the fact that the vegetation cover in the highlands has improved considerably in the last decades, along with moderate or light sheep grazing.
  Farmers use most of the common highlands for sheep grazing. They get to know nature through that use, gaining traditional ecological knowledge essential to the farmer. That knowledge is the foundation of good stewardship, beneficial to the farmer and the nature he lives in.

Samþykkt: 
 • 9.11.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beittar uppgræðslur SJ október 2021_samsett_minni.pdf15.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna