Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40103
Eftirlitsmyndavélar hafa lengi gent mikilvægu hlutverki við framkvæmd löggæslustarfa. Þær hafa nýst við afbrotavarnir, við að auðkenna hluti og fólk sem og við leit að týndu fólki.
Tilgangur þessa verkefnis var að greina þær lagaheimildir sem gilda um notkun lögreglu á eftirlitsmyndavélum. Lögreglan hefur starfrækt eftirlitsmyndavélar í miðborg Reykjavíkur síðan árið 1998. Þrátt fyrir það eru enn þann dag í dag engar afdráttarlausar lagaheimildir fyrir almennri notkun eftirlitsmyndavéla í löggæslutilgangi. Lagaheimildirnar byggja einna helst á ákvæðum lögreglulaga um hlutverk og skyldur lögreglu og á almennum reglum um heimildum um vinnslu persónuupplýsinga í persónuverndarlögum, sem nú heimfærist á lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
Skoðuð var tölfræði yfir nýtingu lögreglu á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Bentu niðurstöðurnar til þess að upptökur séu almennt ekki mikið notaðar við rannsóknir sakamála. Af 1.850 málum árið 2019 voru upptökur einungis notaðar við rannsóknir 62 mála eða um 3%, sem er svipað og árið áður.
Heimildir þær sem ná til notkunar lögreglu á eftirlitsmyndavélum og vinnslu upplýsinga úr þeim, voru skoðuð í ljósi þeirra tækfæra og áskorana sem lögreglan stendur frammi fyrir í nútímasamfélagi. Einnig var gerð grein fyrir helstu lagaheimildunum sem gilda um eftirlitsmyndavélar lögreglu á Norðurlöndunum. Í Finnlandi og Danmörku rekur lögreglan sérstakan gagnagrunn yfir eftirlitsmyndavélar, í þeim megintilgangi að flýta fyrir rannsóknum lögreglu við öflun sönnunargagna.
CCTV (Closed-circuit television) has long been recognised as an important tool for law enforcement. It is used for crime prevention, to identify items or individuals and in non-crime cases such as searching for missing persons.
The object of this thesis is to identify the legal basis on how the Icelandic police operates its CCTV system. The Reykjavík Metropolitian police has operated CCTV cameras in the city centre of Reykjavik since 1998. Despite that there are no clear or unequivocal legal provisions regarding the police use of CCTV. Its legitimacy is primarily based on the role of the police of the Icelandic police act. Its legitimacy has also been based on the general rules on processing of personal data, of the act on data protection and the processing of personal data. Now the newly established GDPR act for law enforcement (in accordance with EU regulation no. 2016/680). The various provisions of laws and regulations that apply to law enforcement´s use of CCTV, was addressed from the perspectives of challenges and opportunities that the police face nowadays.
Statistics showed that in regard of investigations; the Reykjavík Metropolitan police use of CCTV is underutilized. Out of 1850 cases from the year 2019, CCTV was used in 62 investigations, 3% of the cases. That is similar to the numbers for the previous year.
Laws and implementations of CCTV procedures in the other Nordic countries were addressed. The police in Finland and Denmark maintain databases of private and public CCTVs in the respective countries. The main purpose of those databases is to aid the police in collecting evidence in police investigations.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Löggæsla og eftirlitsmyndavélar.pdf | 567.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |