is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40105

Titill: 
  • Breytingar á vinnulagi í barnavernd á Íslandi á tímum Covid-19
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um eigindlega rannsókn sem hafði það að markmiði að auka skilning og þekkingu á breytingum á vinnulagi barnaverndarstarfsmanna á Íslandi á tímum Covid-19. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun starfsmanna barnaverndar á breytingu á vinnulagi þeirra í heimsfaraldrinum. Rannsóknin var gerð með hálfstöðluðum viðtölum við starfsmenn barnaverndar. Þeir störfuðu á ólíkum sviðum innan barnaverndar og áttu það sameiginlegt að hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að breyting hafi orðið á vinnulagi starfsmanna barnaverndar, meðal annars með aukinni fjarvinnu og minni viðveru á starfsstöðinni. Vinnulagið breyttist einnig með þeim hætti að starfsmönnum var gert að vinna þau mál sem talin voru bráðnauðsynleg en mál sem gátu þolað bið voru látin bíða. Að sama skapi var erfitt fyrir suma starfsmenn barnaverndar að veita börnum og foreldrum úrræði. Fjarvinna var áskorun fyrir suma, þar sem þeir höfðu ekki góða aðstöðu heima fyrir. Það var áskorun að hitta hvorki samstarfsaðila né yfirmann til lengri tíma í persónu og áskorun að nota grímu þegar talað var við börn. Í ljós kom að starfsmenn barnaverndar bjuggu yfir seiglu þar sem þeir fundu aðrar leiðir til að nálgast börn og náðu að sinna vinnunni við þessar aðstæður. Starfsmenn fylgdu tilmælum um sóttvarnaraðgerðir en það olli því meðal annars að færri viðtöl voru tekin við skjólstæðinga. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að breytingar hafi orðið á barnaverndarstarfi á Íslandi í heimsfaraldrinum. Starfsmenn barnaverndar töldu jafnframt að sumar breytinganna yrðu til frambúðar, eins og til dæmis það að nota fjarfundarbúnað og rafrænar undirskriftir í starfi með skjólstæðingum.
    Lykilorð: Barnavernd, velferðarþjónusta, starfsmenn, vinnulag, Covid-19.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a qualitative study that is aimed to increase understanding, knowledge and to shed a light on possible changes in the working methods of child welfare workers in Iceland during the time of Covid-19. The purpose of the study is to examine the experience of workers involved in child welfare services and how they changed their ways of working during the pandemic. The study was conducted through semi structured interviews with workers of the child protection services. They worked in different fields within child protection and all had in common to have at least three years of work experience. The results of the study indicate that there has been a change in their working methods, like increased teleworking and less presence at the workstation. The working method also changed with cases that were considered urgent while other less urgent cases were put on hold. Meanwhile, it was difficult for some child protection workers to provide resources, both for children and their parents. Teleworking was a challenge for some workers as they did not have good facilities at home. In that regard, it was also considered a challenge to meet neither their work partner nor their boss in person and challenge to wear a mask when talking to children. It turned out that child protection workers had resilience in finding other ways to approach children and were able to manage in these conditions. Employees followed the recommendations and restrictions for Covid-19 prevention, which meant, among other things, that fewer interviews were conducted with clients. Based on the results of the study, it can be concluded that there have been changes in child protection work in Iceland during the Covid-19 pandemic. Child protection workers also believed that some of the changes will be permanent, such as the use of teleworking and electronic signatures with clients.
    Keywords: Child protection service, welfare service, employees, working methods, Covid-19.

Samþykkt: 
  • 26.11.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_ loka.pdf213.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Alexandra_MA ritgerð_síðasta eintak.pdf781.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna