en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40106

Title: 
  • Title is in Icelandic ,,Ég man einhvernveginn ekkert eftir að hafa átt mömmu'': Reynsla uppkominna barna af kynleiðréttingarferli foreldris
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Málefni transeinstaklinga hafa lítið verið rannsökuð hérlendis og fátt um rannsóknir á sviði félagsráðgjafar og skapast þar kjörið tækifæri innan þess fagsviðs til fræðilegrar uppbyggingar með frekari rannsóknum í þessum málaflokki. Miklar samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað í viðhorfum til transeinstaklinga, bæði hefur lagaumhverfið tekið breytingum auk þess sem tilfinning er fyrir því að íslenskt samfélag sé orðið opnara fyrir fjölbreytileikanum með aukinni opinberri umfjöllun, breytingu hugtaka og réttindabaráttu transfólks. Kynleiðréttingarferli felur í sér umfangsmiklar breytingar á lífi og útliti fólks sem felur í sér óafturkræfar breytingar sem hafa ekki eingöngu áhrif á þann aðila sem fer í kynleiðréttingu heldur einnig hans nánastu aðstandendur, fjölskyldu, vini og börn og snýr það ekki síst að því hvernig samfélagið mætir slíkum fjölskyldum. Í því má finna mikilvægi þess að rannsaka upplifun og reynslu barna transeinstaklinga eftir að þau komast á fullorðinsár, að þau geti litið til baka og velt upp þeim tilfinningum og upplifunum af ferlinu með tilliti til stuðnings á þeim tíma sem ferlið átti sér stað með gagnrýnum hætti sem og að skoða tengslamynstur sitt við foreldrið, hvort og þá hvernig það hefur breyst eftir að kynleiðréttingarferlinu lauk. Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn í reynsluheim fullorðinna einstaklinga á Íslandi sem eiga foreldri sem hefur farið í gegnum kynleiðréttingu og er vonast til að rannsóknin muni leiða til aukinnar þekkingar sem gæti nýst til að mæta stuðningsþörfum transfjölskyldna.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar benda eindregið til að hlúa þurfi vel að aðstandendum transeinstaklinga og þá sér í lagi börnum transforeldra. Sést þar enn fremur þörfin á fagþekkingu á transmálum meðal fagaðila sem kom að starfi með þessum fjölskyldum.
    Efnisorð: kynleiðrétting, kynleiðréttingarferli, trans, transforeldrar, transeinstaklingar, börn

Accepted: 
  • Nov 26, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40106


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.jpg6,77 MBLockedDeclaration of AccessJPG
MA_ÞS_.pdf1,59 MBLocked Until...2050/11/01Complete TextPDF