Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40108
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu einstaklinga sem ólust upp við vímuefnaröskun foreldris/a í æsku. Markmið rannsóknarinnar er einnig að skoða hvaða þættir mótuðu seiglu hjá þessum einstaklingum auk þess að skoða þau áhrif sem þau telja að það að alast upp við vímuenfaröskun foreldris/a í æsku hafi haft á fullorðinsár þeirra. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru tíu viðtöl við sjö konur og þrjá karlmenn á aldrinum 23-40 ára sem áttu það sameiginlegt að hafa alist upp við vímuefnaröskun foreldris/a í æsku. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur höfðu upplifað andleg-, tilfinningaleg-, og/eða sálræn vandamál í æsku á borð við kvíða, reiði, skömm, depurð, ótta, lágt sjálfsmat og meðvirkni. Jafnframt höfðu flestir þátttakendur upplifað vanrækslu á umsjón og eftirliti og tekið að sér ábyrgð á sjálfum sér og inni á heimili sínu sem hæfði hvorki aldri þeirra né þroska. Niðurstöður sýndu einnig að þeir þættir sem mótuðu seiglu viðkomandi einstaklinga voru annars vegar umhverfis- og kerfisbundnir til að mynda náin tengsl við annan umönnunaraðila, systkini, aðra fjölskyldumeðlimi, vini og/eða áhugamál. Hins vegar voru það persónueinkenni líkt og jákvæðni, tilfinningastjórn, hreinskilni, gott sjálfstraust, þrautseigja og sjálfsgeta. Niðurstöður sýndu einnig að öllum viðmælendum hefði gengið vel að fóta sig í lífinu á fullorðinsárum. Þrátt fyrir það sögðust nokkrir þeirra enn vera að kljást við andleg-, tilfinningaleg-, og/eða sálræn vandamál svo sem kvíða, þunglyndi og/eða meðvirkni. Þar að auki hefur reynsla flestra viðmælenda af því að hafa alist upp við vímuefnaröskun foreldris/a í æsku haft áhrif á tengslamyndun þeirra við aðra á fullorðinsárum þeirra.
Lykilorð: Vímuefnaröskun, ábyrgð og samskipti, seigla, foreldri, börn, fjölskylda
The aim of this study is to elucidate the experiences of individuals who have been raised with a parent/s with substance use disorder. The goal of this study is also to examine what factors formed resilience of these individuals in addition to examining the effects that they believe, that growing up with a parent with substance use disorder in their childhood, has had in their adult years. A qualitive research method was used where ten interviews were conducted with seven woman and three men aged 23-40 years old, all with the experience of growing up with a parent who had a substance use disorder. The results of the study showed that a large proportion of the participants have experienced mental, emotional and/or psychological problems in childhood such as anxiety, anger, shame, depression, fear, low self-esteem and co-dependence. Alongside with experiencing negligence in supervision and having to take responsibility for themselves and at home that was not suitable for their age or development. The findings of the research also suggest that the factors that formed individuals' resilience were, on the one hand, environmental and systemic such as close relationships with another caregiver, siblings, other family members, friends and/or hobbies. On the other hand, personality traits such as positivity, emotion control, openness, good self-confidence, perseverance and self-efficacy. The results also indicate that all participants have established themselves well in adulthood but despite that some of the participants are still struggling with mental, emotional and/or psychological problems such as anxiety, depression and/or co-dependency. Furthermore, most of the participants‘ experience of growing up with a parent‘s substance use disorder has influenced their attachment with others in their adult years.
Keywords: Substance use disorder, responsibility and communication, resilience, parent, children, family
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð verkefnis- Monika.pdf | 386,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA_ritgerð_mop3.pdf | 883,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |