Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40109
Hugtakið notendasamráð (e. user involvement) byggir á hugmyndafræði valdeflingar og virkri þátttöku notenda í eigin lífi og umhverfi. Þegar þjónustustofnanir hyggjast beita notendasamráði er notendum þjónustunnar skapað rými til þess að koma að því með virkum hætti hvernig þjónustan er mótuð og hvernig hún er veitt (Warren, 2007; Ramon o.fl., 2019). Þessi rannsókn var framkvæmd í íbúðakjarna innan Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem þjónustar konur sem glíma við geð- og fíknivanda. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka hvort samtímahugmyndum um notendasamráð sé fylgt í íbúðakjarna sem rekinn er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Ritgerðin grundvallast á tveimur rannsóknarspurningum: Hver er upplifun starfsfólks íbúðakjarnans af notendasamráði við íbúa? Hvaða áhrif hefur notendasamráð á líf og starf innan íbúðakjarnans? Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt við gerð rannsóknarinnar, við öflun gagna tók rannsakandi átta hálfstöðluð viðtöl við starfsmenn íbúðakjarnans. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að samtímahugmyndum um samráð við notendur er fylgt á kjarnanum. Starf íbúðakjarnans miðast af þörfum þeirra íbúa sem eiga heima þar. Íbúarnir hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á þjónustuna, til dæmis með því að taka virkan þátt í teymisstarfi. Íbúarnir eru álitnir sérfræðingar í eigin lífi og aðstæðum. Starfsmenn íbúðakjarnans telja notendasamráð hjálplegt verkfæri í vinnu sinni með íbúunum. Þeir telja að vinna með notendasamráð að leiðarljósi auðveldi öll samskipti og traust á milli íbúa og starfsmanna eykst. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að bæta megi fræðslu um notendasamráð til íbúa. Með aukinni fræðslu til íbúa er notendasamráð innan íbúðakjarnans eflt enn frekar þar sem íbúarnir verða meðvitaðir um þá hugmyndafræði sem unnið er eftir. Þannig gefst einnig aukið tækifæri til valdeflingar þar sem íbúar geta betur staðið vörð um réttindi sín.
The concept of user involvement is based on the ideology of empowerment and the active participation of users in their own lives and environment. When a service organization intends to work according to an ideology, users of the service are given space to actively discuss how the service is formulated and how it is provided (Warren, 2007; Ramon et al., 2019). This study was carried out on an assisted living residential within the Reykjavík City Welfare Department, which serves women who struggle with mental health and substance abuse problems. The main goal of this project is to examine whether contemporary ideas about user involvement are followed in the assited living residential run by the Reykjavík City Welfare Department. Therefore, the research question asked on one hand: What is the experience of the staff of the housing core of consultation with residents? And on the other hand: What effect does user consultation have on life and work within the housing core? Qualitative research methods were used to obtain research data, and eight semi-standardized individual interviews were conducted with the employees of the assisted living residential. The main findings of this study are that contemporary ideas about consultation with users are followed at the assisted living residential. The work in the residential is based on the needs of the residents who live there. Residents have the opportunity to influence the service, for example by taking an active part in teamwork. The residents are considered experts in their own lives and circumstances. The employees of the assisted living residential consider user involvement a helpful tool in their work with the residents. They believe that by working with user involvement as a guideline, all communication is facilitated and trust between residents and employees is increased. The results also showed that education about user involvement can be improved for the residents. With increased education for the residents, user involvement within the residential is further strengthened as the residents become aware of the ideology that is being worked with. This also provides an increased opportunity for empowerment, where residents can better protect their rights.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
asl7_skemman_yfirlysing.pdf | 118.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
asl7_ma_ritgerð.pdf | 736.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |