is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40113

Titill: 
  • ,,Hvaða karlmaður lætur nauðga sér'': Áhrif kynferðisofbeldis gegn drengjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kynferðislegt ofbeldi er vandamál á heimsmælikvarða. Í auknum mæli hafa áhrif og afleiðingar kynferðisofbeldis á einstaklinga verið skoðuð en oftar en ekki beinast þær rannsóknir að kvenkyns þolendum fremur en karlkyns þolendum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að dýpka og auka þekkingu á reynslu og upplifun karlkyns þolenda kynferðisofbeldis með það að leiðarljósi að betrumbæta þjónustu fyrir þennan hóp hvað varðar snemmtæka íhlutun og meðferðarvinnu. Markmið rannsóknarinnar fólst í að kanna og skilja hvaða áhrif kynferðisofbeldi gegn drengjum hafði á fullorðinsárum þeirra. Í rannsókninni var notuð eigindleg aðferðarfræði þar sem tekin voru sex hálfstöðluð viðtöl við karlmenn á aldrinum 25-53 ára. Eftir greiningu gagna komu í ljós fjögur meginþemu en þau eru: afstaða þolendanna, afleiðingar ofbeldisins, afstaða samfélagsins og aðstandanda og að lokum staðan í dag. Niðurstöður rannsóknarinnar samsvara markmiði hennar sem fólst í að veita innsæi í hvaða áhrif kynferðisofbeldi gegn drengjum hefur á fullorðinsárum þeirra. Niðurstöður sýndu skerta sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, skömm og áhættuhegðun sem helstu afleiðingar kynferðisofbeldis í bernsku og héldust þessi einkenni fram á fullorðinsár þeirra. Niðurstöðurnar benda á mikilvægi fagaðstoðar og snemmtækrar íhlutunnar en líðan karlkyns þolendanna varð ekki betri fyrr en þeir höfðu unnið úr sínu áfalli hjá fagaðila. Höfundur telur þörf á frekari rannsóknum á karlkyns þolendum kynferðisofbeldis. Frekari rannsóknir ýta undir vitundarvakningu í samfélaginu á þeim afleiðingum sem kynferðisofbeldi hefur á karlkyns þolendur og ýtir jafnframt undir mikilvægi þess að þessi hópur fái viðunandi aðstoð sem fyrst eftir að ofbeldið hefur átt sér stað. Höfundur óskar þess að þessi rannsókn ýti undir frekari þekkingu um stöðu karlkyns þolenda.
    Lykilorð: Karlar, þolendur, kynferðisofbeldi, skömm, sjálfsmynd.

Samþykkt: 
  • 29.11.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing - tilbúið.pdf201.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ert4_Mastersritgerðin.pdf854.4 kBLokaður til...19.02.2022HeildartextiPDF