is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40115

Titill: 
 • Aðgerðir stjórnvalda til að hefta neyslu ólöglegra vímuefna: Áhrif þeirra á einstaklinga innan íslensks samfélags
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Erlendar rannsóknir hafa viðurkennt réttarkerfið sem sívaxandi ógn við líkamlega og andlega heilsu. Á síðustu tveimur áratugum hefur lögregla breytt vinnulagi sínu og tekið upp frumkvæðislöggæslu. Einstaklingum sem verða fyrir áhrifum af réttarkerfinu hefur því fjölgað og því brýnna en áður að skilja þau áhrif. Ein aðferð frumkvæðislöggæslu er að stöðva einstakling tímabundið og leita á honum.
  Tilgangur: Kanna upplifun einstaklinga sem hafa reynslu að gerð hafi verið leit að ólöglegum vímuefnum hjá þeim á Íslandi. Athuga hvort sú upplifun og afleiðingar hennar samræmist erlendum rannsóknum um viðfangsefnið.
  Aðferð: Megindleg rannsókn var framkvæmd með spurningalista sem byggður var á erlendum rannsóknum, læknisfræðilegum viðmiðum, fyrri vinnu höfundar og samtölum við einstaklinga sem bjuggu yfir persónulegri reynslu af viðfangsefninu. Spurningalistinn var birtur á netinu og einstaklingar með reynslu af viðfangsefninu hvattir til að svara. Unnið var úr tölulegum gögnum sem söfnuðust með reikniforriti og gagnagreiningarforriti.
  Niðurstöður: Benda sterklega til þess að einstaklingar geti orðið fyrir skaðlegum áhrifum af tilraun íslenskra stjórnvalda við að hefta neyslu ólöglegra vímuefna. Hvort sem þeir hafa ólögleg vímuefni í fórum sínum eða ekki. Í meiri hluta tilfella sem lögregla framkvæmir leit að ólöglegum vímuefnum á einstaklingum finnast ekki slík efni.
  Ályktanir: Breytinga er þörf á stefnu íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ólöglegum vímuefnum. Svo virðist sem almenningi hafi verið gefið mjög svo misvísandi upplýsingar um skaðsemi ólöglegra vímuefna og hættuna á að ánetjast þeim. Á því bera stjórnvöld og fjölmiðlar mikla ábyrð. Mikilvægt er fyrir lögreglu að beita valdheimildum sínum í hófi, til að skaða hvorki borgara samfélagsins né traust og lögmæti þeirra til lögreglu og opinberra stofnanna.
  Lykilorð: Stopp og leit, lögregla, líkamsleit, vímuefni, traust, lögmæti, heilsufarsvandamál.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Foreign research has recognized the legal system as a growing threat to physical and mental health. In the last two decades, the police have changed their way of operating and introduced initiative policing. The number of people affected by the legal system has therefore increased and it is therefore more urgent than ever to understand these effects. One method of proactive policing is to temporarily stop a person and search him.
  Purpose: To investigate the experiences of individuals who have been stopped by the police and searched for illegal drugs in Iceland. To shed light on whether their experience and consequences are consistent with results of foreign research about the subject.
  Method: A quantitative study was conducted with a questionnaire based on foreign research, medical criteria, the author's previous work and conversations with individuals who had personal experience of the subject. The questionnaire was published online and individuals with experience in the subject were encouraged to respond. Statistical data collected were processed with calculation program and data analysis program.
  Results: There are strong indications that individuals may be harmed by the Icelandic government's attempt to curb the use of illicit drugs. It does not matter if the person is in possession of illegally drugs or not. In the majority of cases where the police carry out searches for illegal drugs on individuals, such substances are not found.
  Conclusions: A change is needed in the Icelandic government's policy on illicit drugs. It seems that the public has been given very contradictory information about the harmfulness of illegal drugs and their dependence rates. The government and the media bear a great responsibility for this. It is important for the police to exercise their powers in moderation, so as not to harm the citizens of the community or their trust and legitimacy in the police and public institutions.
  Keywords: Stop and search, police, body search, drugs, trust, legitimacy, health problems.

Samþykkt: 
 • 29.11.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing Ögmundur Þ.pdf71.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ögmundur 2.0.pdf958.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna