is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40118

Titill: 
  • ,,Vigdís náttúrulega reið á vaðið. Ekki margir sem hafa haft forseta sem er einhleyp móðir“: Reynsla einstakra mæðra af ákvörðunarferli og fyrstu árum barnsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar var að fá innsýn í persónulega reynslu einstakra mæðra á tæknifrjóvgunarferli þeirra. Þátttakendur voru einstakar mæður á aldrinum 34-48 ára sem allar áttu barn eða börn getin með tæknifrjóvgun. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru níu hálfstöðluð viðtöl tekin. Rannsóknin leiddi í ljós að stuðningur nákominna var í mörgum tilfellum grundvöllur þess að mæðurnar tóku þá, að mörgu leyti, erfiðu ákvörðun að hefja barneignarferlið og gerast einstakar mæður. Allar mæðurnar höfðu gott stuðningsnet og sögðust þær ekki vita hvort þær hefðu látið verða af ákvörðun sinni ef ekki hefði verið fyrir bakland þeirra. Aldur mæðranna hafði einnig áhrif á ákvörðun þeirra og sambandsstaða. Flestar höfðu ekki verið í sambandi lengi og sumar höfðu aldrei verið í alvarlegu sambandi. Það var einn þeirra þátta sem mótaði viðhorf þeirra. Allar mæðurnar höfðu notast við opna kynfrumugjöf. Líkt og niðurstöður sýndu hafði reynsla annarra einstakra mæðra áhrif á ákvörðunartöku mæðranna og því skipta rannsóknir á þessu sviði miklu máli. Það er von höfundar að rannsóknin komi verðandi einstökum mæðrum að góðum notum sem og því heilbrigðisstarfsfólki sem aðstoðar þær. Ásamt því, að haldið verði áfram að rannsaka þetta fjölskylduform. Það er engin vafi á því að það er mikilvægt fyrir konur að horfa til reynslu annarra þegar þær eru í hugleiðingum um að verða einstök móðir. Slíkar upplýsingar geta því reynst mikilvægar til að aðstoða þær við að taka betri og farsælli ákvörðun.
    Lykilorð: Einstök móðir, tæknifrjóvgun, kynfrumugjöf, félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 29.11.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemmaloka.pdf198.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ma.ritgerð_kristinsilja.14.12.21.pdf970.35 kBLokaður til...19.02.2022HeildartextiPDF