en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40120

Title: 
  • Title is in Icelandic "Heildarsýnin er okkar styrkleiki í vinnu": Reynsla félagsráðgjafa af að nota hugmyndafræði félagsráðgjafar í kynferðisofbeldismálum
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig félagsráðgjöfum þykir hugmyndafræði félagsráðgjafar nýtast við að þjónusta börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra. Úrtakið eru félagsráðgjafar sem starfa við barnavernd hjá félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi sveitarfélögum. Þá er einnig kannað hvernig stuðningi við félagsráðgjafa sem vinna í slíkum málum innan barnaverndar er háttað og hvernig félagsráðgjafar telja að sá stuðningur nýtist þeim í starfi. Byggt á eðli vandans og því að félagsráðgjafar eru fjölmennir í hópi þeirra starfsmanna sem starfa við barnavernd er mikilvægt að skoða hvernig hugmyndafræði félagsráðgjafar nýtist þeim í að þjónusta þau börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi og þiggja þjónustu frá barnavernd.
    Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin eru viðtöl við sex félagsráðgjafa sem starfa við barnavernd hjá félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að sinna allir kynferðisofbeldismálum. Þátttakendur voru konur á aldrinum 39-61 árs og voru allar með skráð lögheimili á höfuðborgarsvæðinu eða í nærliggjandi sveitarfélögum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að allir þátttakendur voru sammála um að hugmyndafræði félagsráðgjafar nýtist í starfi þeirra við að sinna kynferðisofbeldismálum og þá helst heildarsýn og kerfiskenningar. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar einnig í ljós að allir þátttakendur njóta stuðnings í starfi sínu, bæði í formi handleiðslu og í formi jafningjastuðnings. Þátttakendur voru sammála um að stuðningur í þessu starfi sé nauðsynlegur til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi.
    Lykilorð: félagsráðgjöf, hugmyndafræði, kynferðisofbeldi, börn, handleiðsla.

Accepted: 
  • Nov 29, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40120


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing.pdf167,12 kBLockedDeclaration of AccessPDF
lmk12_MAritgerð.pdf636,22 kBOpenComplete TextPDFView/Open