Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40124
Málefni þungaðra kvenna sem nota áfengi og/eða vímuefni á meðgöngu hefur ekki mikið verið rannsakað hér á landi en telja má að mikilvægt sé að skoða þessi mál og þau áhrif sem neysla á áfengi og /eða vímuefnum getur haft á ófædd börn þessara kvenna. Sé mál á borði barnaverndar á meðan börnin eru ófædd má leiða líkur að því að barnavernd þurfi að hafa afskipti af þessum börnum og foreldrum þeirra eftir að börnin eru fædd.
Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu kvenna sem nota áfengi og/eða vímuefni á meðgöngu, skoða hvaða stuðningsúrræði eru til staðar, hversu oft var krafist sviptingar á sjálfræði og hvort þessar konur hafi haldið forsjá barns við fæðingu á árunum 2015-2020. Niðurstöðurnar leiða í ljós að aukning hefur orðið á fjölda mála hjá Barnavernd Reykjavíkur er varða þungaðar konur í neyslu á áfengi og/eða vímuefnum á síðustu árum, en í þessari rannsókn voru málin 48 talsins. Ekki eru sértæk úrræði fyrir þessar konur, heldur fara þær í meðferð með öðrum sem glíma við áfengis- og/eða vímuefnafíkn og í áhættumæðravernd með öðrum þunguðum konum, sem heilsu sinnar vegna þurfa að vera undir auknu eftirliti á meðgöngu. Reynt er að fá konurnar til samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur um að fara í afeitrun á Geðdeild Landspítala eða á Vogi og sækja meðferð við fíkn sinni. Í 28 málum var talin þörf fyrir að gerð yrði meðferðaráætlun, þar sem meðal annars kom fram að konurnar ættu að halda sig frá áfengi og vímuefnum, fara í vímuefnapróf ef þörf væri talin af fagfólki og taka á móti óboðuðu eftirliti á heimili sín. Átta sinnum var þörf talin á að leggja fram kröfu um sviptingu á sjálfræði og tvö mál fóru fyrir dóm, þar sem í öðru þeirra var veitt heimild, en í hinu var kröfunni hafnað. Sjö konur misstu eða afsöluðu sér forsjá við fæðingu barns á árunum 2015-2020.
Lykilorð: Neysla á meðgöngu, vímuefni, úrræði, forsjá, sjálfræði, barnavernd.
The issues of pregnant women who use alcohol and / or drugs during pregnancy have not been extensively studied in Iceland, but it can be considered important to examine these issues and the effects that alcohol and / or drug use can have on these women's unborn children. If there is an issue while the children are unborn, it is likely that child protective services will have to intervene with these children and their parents after the children are born.
The purpose of the study was to shed light on the situation of women who use alcohol and / or drugs during pregnancy. Examine what support measures are available, how often deprivation of autonomy was required and whether these women had custody of their child at birth in the years 2015-2020. A qualitative research method was used to analyze the available data in the case file of the Reykjavík child protective services.
The results show that there has been an increase in the number of cases in recent years at the Reykjavík child protective services concerning pregnant women using alcohol and / or drugs, but in this study there were 48 cases. There is no specific treatment for these women, and they are in treatment with others who struggle with alcohol and / or drug addiction and in high-risk antenatal care with other pregnant women who, due to their health, need to be under increased supervision during pregnancy. Attempts are being made to get the women to co-operate with the Reykjavík child protective services to go to detoxification at Landspítali's Psychiatric Department or to Vogur and seek treatment for their addiction. In 28 cases, it was considered necessary to draw up a treatment plan which stated, among other things, that the women should abstain from alcohol and drugs, take drug tests if deemed necessary by professionals and receive unannounced surveillance in their homes. Eight times it was considered necessary to file a claim for deprivation of a woman's autonomy and two cases went to court where in one case permission was granted but in the other case the claim was rejected. Seven women lost or renounced custody at the birth of a child in the years 2015-2020.
Keywords: Alcohol and/or drug use during pregnancy, drugs, resources, custody, deprivation of autonomy, child protective services.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Bjarnheiður. Meistararitgerð, 2021.pdf | 874,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing.pdf | 214,55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |