is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40127

Titill: 
  • Matsrannsókn á starfsendurhæfingarúrræðinu Grettistak.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þarfir virkra þátttakenda í starfsendurhæfingarúrræðinu Grettistak og meta hvort úrræðið væri að mæta þörfum þeirra út frá eigin markmiðum og tilgangi úrræðisins. Lögð var áhersla á að sjá hvort að breyttar aðstæður í samfélaginu af völdum Covid - 19 hafi haft áhrif á sálfélagslega líðan og bataferli þátttakenda, sem og hvort heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á brottfall þátttakenda. Rannsóknin er byggð á spurningum um skipulag úrræðisins og framkvæmd þess, fyrirliggjandi gögnum og spurningalistakönnun og byggir á megindlegri aðferðarfræði. Þegar rannsóknin var gerð var fjöldi virkra þátttakenda í úrræðinu 143 talsins. Spurningalistakönnun var send á netföng 127 virkra þátttakenda úrræðisins. Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: Er áhersla lögð á menntunar- og atvinnuþætti í endurhæfingunni? Er áhersla endurhæfingarinnar á að stuðla að bataferli? Er áhersla endurhæfingarinnar á að stuðla að bataauði? Undirrannsóknarspurningar eru eftirfarandi: Hefur Covid-19 haft áhrif á sálfélagslegan líðan þátttakenda?, Hefur brottfall þátttakenda í Grettistaki aukist á tímum Covid-19?
    Svarhlutfall var aðeins um þriðjungur allra virkra þátttakenda. Niðurstöður leiddu í ljós að menntunarþættir lágu meira til grundvallar endurhæfingarinnar en atvinnuþættir. Áhersla endurhæfingarinnar lá í að stuðla að bættu bataferli þátttakenda hvað varðar almenna fræðslu, sjálfsstyrkingu, stuðning og með verkefnabók sem leggur áherslu á ýmsar gagnreyndar aðferðir í að viðhalda bataferli. Þegar litið er til batauðs þá er litið til eftirfarandi þátta: bindindis, heilsufars, félagslegs stuðnings, félagslegri færni, lífsgæðis, fjárhagslegri afkomu, innihaldsríkri virkni, húsnæðis og öryggis í húsnæðismálum. Meðaltal svörunar allra þátta mældist 7,93 af 10 mögulegum. Bataauður þátttakenda mældist lægstur þegar metið var heilsufar og fjárhagslega afkomu. 52% þátttakenda fundu fyrir áhrifum Covid-19 á eigið bataferli. 57% fundu fyrir breytingum á líðan vegna breyttra aðstæðna í kjölfar Covid-19.
    Lykilorð: Grettistak, áfengis- og vímuefnaröskun, starfsendurhæfing, bataauður, bataferli.

Samþykkt: 
  • 29.11.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlýsing_yth4.pdf931.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Yth4_ylfarosþorleifsdóttir_meistaraverkefni.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna