is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40128

Titill: 
  • ,,Maður vill alls ekki vera þarna einn án makans": Upplifun foreldra af meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuðunum í lífi barnsins á tímum Covid-19.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2020 varð öðruvísi heldur en fólk hafði séð fyrir sér og þurftu margir, ef ekki allir, að aðlagast breyttum aðstæðum vegna kórónuveirufaraldursins. Það að eignast barn felur í sér miklar breytingar á lífi foreldra en þeir sem áttu von á barni þegar faraldurinn skall á þurftu einnig að aðlagast ýmsum breytingum vegna Covid-19. Mikil óvissa ríkti í samfélaginu og um allan heim árið 2020 vegna faraldursins, og óljóst var til dæmis í upphafi faraldursins hvaða áhrif kórónuveiran hafði á barnshafandi konur og hvort smitið gæti borist til fósturs. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu og upplifun foreldra á Íslandi sem upplifðu meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuðina í lífi barnsins á tímum Covid-19, með það að markmiði að auka þekkingu og skilning á aðstæðum þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar þar sem tekin voru viðtöl við tíu pör. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að foreldrarnir upplifðu mikla óvissu á barneignarferlinu sem olli þeim ótta og kvíða. Foreldrarnir upplifðu helst óvissu um hvaða áhrif Covid-19 smit myndi hafa á barnshafandi konur og fóstur, og einnig óvissu um hvort faðirinn yrði viðstaddur fæðinguna. Foreldrarnir upplifðu einnig einmanaleika og einangrun á barneingarferlinu, þá sérstaklega mæðurnar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að kórónuveirufaraldurinn gaf foreldrunum meira næði til þess að kynnast nýburanum sínum og njóta samveru fyrstu mánuðina í lífi barnsins.
    Lykilorð: Kórónuveirufaraldurinn, Covid-19, barneignarferli, meðganga, fæðing, fyrstu mánuðirnir í lífi barns.

Samþykkt: 
  • 29.11.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf2.78 MBLokaðurYfirlýsingPDF
als53-MA ritgerð.pdf747.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna