is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40140

Titill: 
  • Félagsfærnikennsla í grunnskólum Reykjanesbæjar: Umgjörð, skipulag og mannauður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig félagsfærnikennslu í grunnskólum Reykjanesbæjar væri háttað hvort til séu heildstæðar áætlanir, ábyrgð skýrt skilgreind og þeim fylgt. Í Reykjanesbæ eru sjö grunnskólar og tóku sex af þeim þátt í rannsókninni. Sendir voru út spurningalistar til skólanna og tekin viðtöl í kjölfarið til að fá dýpri sýn kennara og stjórnenda á málefnið. Niðurstöður sýna að grunnskólar Reykjanesbæjar eru ekki með heildstæða stefnu um félagsfærnikennslu eða hvaða námsefni og aðferðir eigi að nota þó fjallað sé um félagsfærni í námskrám flestra skólanna. Þar sem stefna hafði þó verið mörkuð var henni ekki fylgt eftir. Athygli vakti að samt sem áður var búið að fastsetja ákveðin verkefni í flestum skólanna annað hvort í öllum árgöngum eða tilteknum, oftast á miðstigi. Skólarnir hafa tekið upp svokallaðar uppeldisstefnur sem hafa áhrif á félagsfærnikennslu. Borin voru saman þau markmið sem sett eru í skólunum og hvað gert er í raun og í ljós kom að eftirfylgni er ekki eins og best verður á kosið. Aðgengi að starfsfólki fræðslusviðs var almennt gott, þær leiðbeiningar og ráð sem þar voru veitt voru talin nytsamleg. Stuðningur er einnig að verkefn um bætt samskipti, Allir með, sem felur í sér viðtækt samstarf þeirra sem koma að vinnu með börnum í bæjarfélaginu. Niðurstöður þessarar rannsóknar munu vonandi nýtast grunnskólum Reykjanesbæjar og hjálpa þeim að nýta það sem vel er gert til áframhaldandi þróunar á félagsfærnikennslu.

Samþykkt: 
  • 2.12.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsfærnikennsla í grunnskólum Reykjanesbæjar-1.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing SS.pdf54.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF