is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40141

Titill: 
 • Áhættuhegðun unglinga: Áhrif samskipta við foreldra, fjölskyldugerðar og fjölskyldustuðnings
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áhættuhegðun unglinga er marghliða birtingarmynd sem átt getur uppruna sinn í mörgum rótum. Getur hún verið afleiðing veikra tengsla við hefðbundið samfélag, fólk og stofnanir, birtingarmynd þroskaskeiðs, samskiptaerfiðleika, fjölskyldugerðar eða stuðningsleysi foreldra. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort samskipti foreldra og unglinga, fjölskyldugerð og stuðningur á heimili hafi áhrif á áhættuhegðun. Sú áhættuhegðun sem miðað var við í rannsókninni var áhættukynlíf (skortur á notkun getnaðarvarna), áfengis- og vímuefnaneysla og slagsmálahegðun. Við framkvæmd rannsóknarinnar var beitt megindlegri rannsóknaraðferð. Notast var við fyrirliggjandi gögn úr rafræna spurningalistanum Heilsa og lífskjör skólabarna (e. Health behaviour in school-aged children), fjölþjóðlegri rannsókn studdri af Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO). Er spurningalistinn lagður fyrir öll grunnskólabörn á Íslandi í 6., 8. og 10. bekk fjórða hvert ár. Fyrir þessa rannsókn var notast við svör nemenda í 10. bekk úr spurningalista sem lagður var fyrir veturinn 2017-2018.
  Helstu niðurstöður sýna að erfiðleikar í samskiptum við móður auki almennt líkurnar á áhættuhegðun, að erfiðleikar í samskiptum við foreldra hafi ekki sömu áhrif hjá stúlkum og drengjum, að fjölskyldugerð hafi ekki áhrif á líkurnar á áhættuhegðun nema ef báðir foreldrar eru af erlendum uppruna eða ef stjúpfaðir er til staðar á heimili stúlkna. Að búa með einstæðu foreldri hafði ekki áhrif á áhættuhegðun samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Hinsvegar dróg stuðningur fjölskyldu úr líkunum á áhættuhegðun hjá bæði drengjum og stúlkum og úr líkunum á að hafa lent í slagsmálum síðustu 12 mánuði. Einnig dróg stuðningur fjölskyldu úr líkunum á að unglingur stundaði áhættukynlíf og neytti áfengis- og vímuefna.
  Lykilorð: Áhættuhegðun, unglingar, fjölskyldan, samskipti á heimili, stuðningur fjölskyldu, félagsráðgjöf, fjölskyldugerð, áfengisneysla, vímuefnaneysla, áhættukynlíf, slagsmál.

 • Útdráttur er á ensku

  Teen risk behaviour can be the result of many causes. It can be the consequence of weak ties to society, people and institutions and it can be connected to a developmental stage, communication difficulties, family structure or lack of parental support. The aim of this thesis was to find out if parent and teen communication, family structure and support from home are an influence on teen risk behaviour. The types of risk behavior examined in this thesis were sexual risk behavior, alcohol and substance use and physical fighting. Quantitative research method was utilized in this thesis and pre-existing data from the survey Health Behaviour in School Aged Children (HSBC was used. HSBC is a WHO collaborative cross-national study of adolescent health and well-being. The survey is done every four years and all 11-, 13- and 15 year olds in Iceland answer the questionnaire. This thesis uses questionnaire answers from 15 year olds from 2017-18
  The main results show that communication difficulties with mother generally increase the chance of risk behaviour, difficulties in communication between parents and teens does not have the same effect on girls and boys, family structure does not affect risk behavior unless both parents are of foreign descent or if a girl has a stepfather living at her home. Living with a single parent did not affect risk behavior according to the study’s results. On the other hand family support decreased the chance of risk behavior in both girls and boys and the chance of physical fighting in the last 12 months. Furthermore family support lowered the chances of sexual risk behavior and alcohol and substance use.
  Key words: Risk behaviour, adolescents, family, family communication, family support, social work, family structure, alcohol use, substance use, risky sexual behavior, fighting.

Samþykkt: 
 • 7.12.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing undirritað (1).pdf194.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristrun_Hafsteinsdottir_MA_loka_yfirfarid2.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna