is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40142

Titill: 
  • Hvað er Skálholt og fyrir hvern er það? Staða Skálholts í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistararitgerð þessi byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem gerð var frá apríl til ágúst 2021. Þrjú meginmarkmið rannsóknarinnar voru: 1) Að safna upplýsingum um stofnun sem er mikilvæg í sögulegu samhengi, varpa ljósi á hana og athuga hvort hún þarfnist uppfærslu í takt við nútímann. 2) Leita vísbendinga um hvort tillögur og lausnir leynist meðal þeirra sem þekkja til. 3) Leggja grunn að umræðum, skapa rými fyrir samtal og hugmyndir sem gætu gefið Skálholtsstað fjölbreytt úrræði til að takast á við nýja tíma.
    Rannsóknin er í tveimur hlutum. Í fyrri hluta voru þátttakendur níu konur og karlar á aldrinum 40-90 ára. Viðmið fyrir vali var að þátttakendur hefðu menntun, reynslu eða þekkingu á Skálholtsstað af eigin raun. Við þennan hóp voru tekin djúpviðtöl. Gagna var aflað með 12 hálfskipulögðum viðtölum. Niðurstöður bentu til þess að þátttakendur vildu sjá meiri fræðslu um staðinn með leiðsögn eða ráðstefnum en sem gestir í Skálholti vildu þeir meiri aðgang að veitingum. Þessar niðurstöður lágu til grundvallar í gerð spurningar í seinni hluta rannsóknarinnar. Í seinni hluta voru þátttakendur 107 manns sem svöruðu rafrænni nafnlausri könnun sem var send í gegnum tölvupóst og á fésbókarvegg rannsakanda. Aldursmörk voru 18-90 ára og 63,6% voru á aldrinum 40-59 ára. Gagna var aflað í forrit könnunarinnar. Þrátt fyrir mikla aldursbreidd og fjölbreytileika í starfi þátttakenda lýstu þeir ýmsum sameiginlegum þáttum og viðhorfum til þess hvað þeir teldu að Skálholtsstaður væri fyrir þeim. 44,3% þátttakenda sögðu að þeir teldu staðinn vera menningarstað en 27,4% töldu staðinn kirkjustað. Niðurstöður leiddu sterklega í ljós að þátttakendur upplifðu Skálholt sem mikilvægan sögulegan kirkjustað sem hefði menningarlegt gildi en að skilgreiningin á staðnum væri óljós. Helgi, fornleifar og tónlist voru þemu sem þátttakendur tengdu við staðinn og nokkrir nefndu að þeir hefðu áhuga á að kynnast staðnum frekar. Einn þátttakandi skrifaði að Skálholt væri „staður sem þarf að kenna Íslendingum aftur að þekkja.“ Þessi setning er nokkuð í anda margra svara og flest bendir til þess að fólk sé almennt áhugasamt um að þekkja menningu og sögu Skálholts.

Samþykkt: 
  • 10.12.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
img116.jpg424.02 kBLokaðurYfirlýsingJPG
8. des. Estrid-final .pdf741.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna