is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40143

Titill: 
  • Ný gildisviðmið í íslensku viðskiptaumhverfi: Sjálfbærniskýrslur með gleraugum stofnanakenninga
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Undanfarinn áratug hefur bólað á hugarfarsbreytingu í ytra umhverfi stofnanaumhverfisins. Lagaleg og samfélagsleg krafa hefur aukist gagnvart fyrirtækjum um að upplýsa um sjálfbærniframmistöðu sína með sjálfbærniskýrslugerð (Taveres og Dias, 2018) og aukin pressa hefur verið að horfa einnig til hliðarskilyrðanna umhverfis, samfélagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS) (Camilleri, 2015). Má rekja þessa auknu kröfu til stjórnarháttakrísa á borð við hrunið árið 2008 og auknar áhyggjur af loftlagsvánni (Clegg, Pitelis, Schweitzer og Whittle, 2020). Viðskiptamódel sem öðlast hefur lögmæti lengst af hefur verið hið neóklassíska viðskiptamódel um hámörkun hagnaðar (Cheng, Ioannou, Serafeim, 2012).
    Í þessari rannsókn er leitast eftir því að varpa ljósi á stöðu Íslands þegar kemur að sjálfbærniskýrslugerð. Það var gert með því að taka mið af löndum sem hafa náð miklum árangri á því sviði. Stofanankenningar (e. institutional theories) voru hafðar til hliðsjónar við greiningu á hinu íslenska umhverfi. Niðurstöður leiða í ljós að hugtök innan stofnanakenninga endurspegla sjálfbærniskýrsluumhverfi Íslands vel. Í núverandi umhverfi er að finna aftengingu (e. decoupling) og hermun (e. mimetic isomorphism). Niðurstöður varpa einnig ljósi á að sjálfbærniskýrslur eru ein leið fyrirtækja til þess að öðlast lögmæti (e. legitimacy) sem er nauðsynlegt fyrir afkomu fyrirtækja. Bendir það til þess að ný gildisviðmið um viðskiptahætti séu orðin áberandi og hugmyndin um hámörkun hagnaðar þar af leiðandi ekki það eina sem fyrirtæki þurfa að huga að vilji þau lifa af í núverandi viðskiptaumhverfi, heldur ættu þau að taka mið af umhverfis,- félagslegum þáttum og stjórnarháttum líka. Þá greina niðurstöður einnig frá því að sjálfbærniumhverfið á Íslandi sé ómótað á flestum sviðum. Það er jafnframt helsti vandi við sjálfbærniskýrslugerð í dag. Skortur er á samanburðarhæfni og gagnsæi um gögn skýrslnanna sem gerir neytendum og fjárfestum erfitt fyrir að taka ákvarðanir byggðar á gæðum sjálfbærniskýrslna. Hins vegar finnast tækifæri í hinu ómótaða umhverfi. Ómótaða sjálfbærniumhverfið er atvinnuskapandi en það vantar mannauð sem vill hafa áhrif á framvindu UFS mála hér á landi á næstkomandi árum og taka þátt í að skapa fastmótaðra umhverfi í kringum sjálfbærni upplýsingagjöfina.

Samþykkt: 
  • 13.12.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_lokaeintak_JohannaGudmundsdottir.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni_yfirlysing_Johanna.pdf241.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 1 ár.