Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40145
Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast dýpri skilning á viðhorfi 18-25 ára til sparnaðar. Tekin voru tólf viðtöl við einstaklinga á aldursbilinu 18-25 ára með rafrænum hætti og reynt var að hafa jafnt hlutfall viðmælenda í hverjum aldursflokki til þess að fá sem nákvæmustu niðurstöður. Gögnum rannsóknarinnar var aflað með hálf stöðluðum viðtölum sem svo voru skrifuð upp orðrétt eftir viðmælendum og þemagreind. Eftir að unnið hafði verið úr viðtölunum voru fundin þemu ásamt undirþemum og voru þau fjögur talsins en þau bera nafnið, sparnaður einstaklinga, fjármála uppeldi, fasteignir og fasteignakaup og neyslulán.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sparnaður sé ofarlega á baugi hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára og að sparnaður sé að fá aukið vægi í lífi viðmælenda. Allir viðmælendur huga að sparnaði að einhverju leyti og gera sér grein fyrir því að byggja upp sparnað sé gríðarlega mikilvægt og geti aukið lífsgæði þess, dregið úr kvíða og létt undir þegar kemur að því að setjast í helgan stein. Viðmælendur voru einnig sammála því að gott fjármála uppeldi sé farsælt veganesti út í lífið og muni koma að góðum notum sama hvað viðkomandi fer að starfa við í framtíðinni.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| LOKASKIL.pdf | 468,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing_fannar.pdf | 239,03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |