is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40146

Titill: 
 • "Þarna er ÉG": Upplifun og reynsla kvenna af ADHD greiningu á fullorðinsárum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu kvenna sem fá ADHD-greiningu á fullorðinsárum. Áhersla var lögð á að varpa ljósi á áhrif ógreinds athyglisbrests með/og án ofvirkni og hvatvísi á líf kvenna. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á hinum ýmsu þáttum ADHD en sjónum hefur hingað til lítið verið beint að konum sem ganga gegnum lífið með ógreint ADHD. Því er markmið rannsóknarinnar að öðlast innsýn í þær margvíslegu áskoranir sem konur þurfa að glíma við með það fyrir augum að auka þekkingu og skilning á röskuninni. Með aukinni vitund samfélagsins aukast líkurnar á snemmbærri greiningu og á þann hátt má betur koma til móts við þarfir kvennanna. Með tilliti til markmiðs rannsóknar var notast við eigindlega viðtalsrannsókn en tekin voru viðtöl við níu konur á aldrinum 44-73 ára, sem áttu það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsárum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós margvíslegar áskoranir í daglegu lífi kvennanna. Einnig leiddu niðurstöðurnar í ljós mikilvægi greiningar við að auka lífsgæði þeirra. Frekari rannsókna er þörf á upplifun og reynslu kvenna sem greinast með ADHD á fullorðinsaldri. Með því að rannsaka röskunina út frá hinum margvíslegu þáttum hennar vonast höfundur til að enn betur verði hægt að styðja við konur með ADHD.
  Lykilorð: Konur, fullorðinsár, ADHD, áskoranir, greiningarferli

 • This study is a final assignment towards an MA degree in social work at the University of Iceland. The main objective of the study was to explore the experiences of women who are diagnosed with ADHD in adulthood. An emphasis was placed og highlighting the effects of undiagnosed ADHD with/and without hyperactivity and impulsivity on women’s lives. Numerous studies have been conducted on the various aspects of ADHD. However, little attention has been paid to women who go through life with undiagnosed ADHD. Therefore, the aim of this study is to gain insight into the various challenges that women have to cope with in order to increase knowledge and understanding of the disorder. Along with increased awareness in society, the chances of obtaining an early diagnosis increase and in that way it is possible to better meet the needs of women who are diagnosed. With regard to the aim of the study, a qualitative interview study approach was used. Nine women ages 44-73, who were diagnosed with ADHD in adulthood were interviewed.
  The main results of the study revealed a variety of challenges in the women's daily lives. The results also highlighted the importance of diagnosis in improving their quality of life. Further research is needed on the experience of women diagnosed with ADHD in adulthood. By researching the disorder based on its various dimensions, the author hopes that support for women with ADHD will be enhanced.
  Keywords: Women, adulthood, ADHD, diagnostic process, challenges.

Samþykkt: 
 • 14.12.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA - SigrúnMagnea.pdf4.87 MBLokaður til...01.01.2032HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf58.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF