Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40154
Snyrtivörumarkaðurinn er umfangsmikill og má leiða líkur að því að flestir hafi notað snyrtivörur með einum eða öðrum hætti. Vinsældir íslenskra snyrtivörumerkja hafa aukist mjög síðastliðin ár. Hvert þeirra hefur sína styrkleika sem má tengja við stöðu þeirra á markaðnum hvað varðar framleiðslu og innihaldsefni. Í ritgerðinni verður fjallað um snyrtivörumerki almennt og íslenska snyrtivörumerkið BIOEFFECT. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá kafla þar sem fjallað verður um markaðssetningu, markaðssamskipti og snyrtivörumarkaðinn. Fjallað verður um vörumerki, uppbyggingu vörumerkis, markaðsráðana, raddblæ og mismunandi miðla.
Tilkomu internetsins og hröð þróun þess hefur leitt til þess að þurft hefur að endurmeta og aðlaga markaðsstarf hverju sinni að því hvernig best er að eiga samskipti við neytendur. Fyrirtæki geta valið milli mismunandi miðla og leiða við markaðssamskipti. Mikilvægt er fyrir markaðsmann að velja þá leið og þann miðil sem hentar hverju sinni.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif markaðssamskipti hefðu á uppbyggingu við vörumerkjavirði BIOEFFECT á íslenskum snyrtivörumarkaði. Lögð var fram netkönnun til að athuga hvort þátttakendur upplifðu meiri gæði með aukinni eftirtekt á auglýsingum BIOEFFECT. Vitundin var metin út frá því hvaða íslenska snyrtivörumerki kom fyrst upp í huga þátttakenda. Skoðað var hvort það væru tengsl á milli aldurs og vitundar. Árangur markaðssamskipta BIOEFFECT var metinn út frá því hvort og hvar þátttakendur höfðu heyrt af vörumerkinu. Í ritgerðinni verða raktar fjölbreyttar leiðir markaðssamskipta sem geta nýst fyrirtækjum til uppbyggingar viðskiptasambanda. Vörumerki nota markaðssamskiptin til að koma upplýsingum á framfæri, en þau geta verið í formi persónulegrar sölu og kynninga, almannatengsla, beinnar markaðsfærslu og auglýsinga.
Niðurstöður leiddu í ljós að neytendur upplifa BIOEFFECT sem gæðavöru, sem gefur til kynna að markaðssamskipti hafi áhrif við uppbyggingu á vörumerkjavirði. Einnig studdu niðurstöðurnar rannsóknarspurninguna þar sem dreifigreining sýndi fram á að vörumerkjavirði BIOEFFECT, gæðaupplifun og tenging þess við íslenska náttúru jókst með aukinni auglýsingaeftirtekt.
Snyrtivörumarkaðurinn er umfangsmikill og má leiða líkur að því að flestir hafi notað snyrtivörur með einum eða öðrum hætti. Vinsældir íslenskra snyrtivörumerkja hafa aukist mjög síðastliðin ár. Hvert þeirra hefur sína styrkleika sem má tengja við stöðu þeirra á markaðnum hvað varðar framleiðslu og innihaldsefni. Í ritgerðinni verður fjallað um snyrtivörumerki almennt og íslenska snyrtivörumerkið BIOEFFECT. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá kafla þar sem fjallað verður um markaðssetningu, markaðssamskipti og snyrtivörumarkaðinn. Fjallað verður um vörumerki, uppbyggingu vörumerkis, markaðsráðana, raddblæ og mismunandi miðla.
Tilkomu internetsins og hröð þróun þess hefur leitt til þess að þurft hefur að endurmeta og aðlaga markaðsstarf hverju sinni að því hvernig best er að eiga samskipti við neytendur. Fyrirtæki geta valið milli mismunandi miðla og leiða við markaðssamskipti. Mikilvægt er fyrir markaðsmann að velja þá leið og þann miðil sem hentar hverju sinni.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif markaðssamskipti hefðu á uppbyggingu við vörumerkjavirði BIOEFFECT á íslenskum snyrtivörumarkaði. Lögð var fram netkönnun til að athuga hvort þátttakendur upplifðu meiri gæði með aukinni eftirtekt á auglýsingum BIOEFFECT. Vitundin var metin út frá því hvaða íslenska snyrtivörumerki kom fyrst upp í huga þátttakenda. Skoðað var hvort það væru tengsl á milli aldurs og vitundar. Árangur markaðssamskipta BIOEFFECT var metinn út frá því hvort og hvar þátttakendur höfðu heyrt af vörumerkinu. Í ritgerðinni verða raktar fjölbreyttar leiðir markaðssamskipta sem geta nýst fyrirtækjum til uppbyggingar viðskiptasambanda. Vörumerki nota markaðssamskiptin til að koma upplýsingum á framfæri, en þau geta verið í formi persónulegrar sölu og kynninga, almannatengsla, beinnar markaðsfærslu og auglýsinga.
Niðurstöður leiddu í ljós að neytendur upplifa BIOEFFECT sem gæðavöru, sem gefur til kynna að markaðssamskipti hafi áhrif við uppbyggingu á vörumerkjavirði. Einnig studdu niðurstöðurnar rannsóknarspurninguna þar sem dreifigreining sýndi fram á að vörumerkjavirði BIOEFFECT, gæðaupplifun og tenging þess við íslenska náttúru jókst með aukinni auglýsingaeftirtekt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð_final_21.12.2021.pdf | 1.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirýsing 21.12.2021.pdf | 54.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |