Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40163
Rannsóknarverkefninu er hægt að skipta í þrennt, bakgrunnshluta, fræðilegan hluta og rannsóknarhluta. Í bakgrunnshlutanum er farið yfir hugmyndafræði, hönnun og forsendur rannsóknarverkefnisins. Í fræðilega hlutanum er fjallað almennt um byggingarefni rannsóknarinnar sem eru: hampur, kalkþörungur, hampsteypa og alaskaösp. Einnig er farið almennt yfir timbur og portland sement til samanburðar. Í rannsóknarhlutanum er alaskaöspin, kalkþörungurinn og hampsteypan rannsökuð. Beygjutogþolspróf er gert á alaskaöspinni bæði með og án basaltrefjamottum til styrkingar, kalkþörungurinn er skoðaður sem bindiefni í hampsteypublöndu með sement til samanburðar og að lokum er skoðuð varmaleiðni í hampsteypu. Alaskaöspin stóð sig mjög vel í beygjutogþolsprófunum með og án basaltstyrkingu. Þörf er á ítarlegri efnafræðilegri greiningu á kalkþörungnum til þess að hægt sé að gera betur grein fyrir bindingareiginleikum efnisins en sívalingssýnin sem gerð voru í rannsókninni komu engu að síður ágætlega út. Varmaleiðni hampsteypunnar var ekki hægt að mæla hérlendis á meðan rannsókn stóð en nálgun var útfærð á byggingarhlutum með hampsteypueinangrun og gefnu varmaleiðnigildi sem fundið var hjá framleiðanda hampsteypueininga til þess að bera saman við kröfur byggingarreglugerðar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Tilraunahús úr íslenskum náttúrulegum hráefnum.pdf | 22.83 MB | Open | Complete Text | View/Open |