is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4017

Titill: 
 • Úr viðjum sérkennslunnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Í ritgerðinni lýsi ég eigin rannsókn á starfi mínu sem sérkennari nemanda með sértæka námserfiðleika. Rannsóknin er unnin með aðferðum starfendarannsókna og ná gögn rannsóknarinnar yfir fimm ára tímabil.
  Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvað tókst vel og hvað tókst miður í starfi mínu með menntastefnu skóla án aðgreiningar (e.inclusion) í huga og kenningum rússneska sálfræðingsins og kennarans L. S. Vygotsky um þroskasvæði barna.
  Úrvinnsla gagna spannar tvö ár og er unninn í anda hugsmíðihyggjunnar þar sem ég máta stöðugt fyrri reynslu við nýja þekkingu og skoða út frá mismunandi sjónarhornum. Starfskenning mín mótaðist og þróaðist allan ferilinn.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þegar ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að þrátt fyrir fagleg vinnubrögð og verkefnagerð myndi frekari lestrarkennsla ekki skila miklum árangri fyrir nemanda minn fór ég að einblína á hæfileika hans í stað veikleika og komst að því að mikilvægt væri að koma okkur úr viðjum sérkennslunnar og byrja að móta kennsluhætti sem gerðu honum kleift að vinna viðfangsefni bekkjarins við hlið félaga sinna. Mótun nýrra kennsluhátta krefst breytinga ekki bara hjá mér heldur öllu skólakerfinu en best er þó að byrja á sjálfum sér.
  Abstrakt
  This paper describes a self study of my work as special educator of a student with learning disabilities. The study was performed using the method of action research and the research data spans a five year period.
  The purpose of the study is to review what worked well and what did not work as well in my work based on inclusive education and on L. S. Vygotsky´s theory of children´s zone proximal development.
  The analysis of the data took two years and was done according to the cognitive theory where previous experience was constantly measured against new knowledge and viewed from different angles. My professional working theory was formed and developed through the analytical process.
  I came to the conclusion that when I admitted to myself that although my projects where based on pedagogic and my work was very professional my student didn’t show the development in reading and writing as I was hoping for. When I focused on my student’s ability instead of disability I saw the school system through his eyes and realized that it needs change. I had to change my methods if he was to be able to study with his classmates. This new standpoint was very deliberating for me and I realized that to make changes I had to begin with myself trying to influence others with me.
  Lykilorð: Skóli án aðgreiningar, Vygotsky, L.S.

Samþykkt: 
 • 15.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
asta_gudj_ritgerd_fixed.pdf375.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna