Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40174
Markmið verkefnisins er að gera nánari athugun á afköstum inntaksrista í loftræsikerfum.
Notast var við CFD greiningu í ANSYS á ristum frá Lagnatækni ásamt nýjum útfærslum höfundar.
Til hliðsjónar eru tölur frá framleiðendum af tilbúnum inntaksristum og notuð var ein útfærsla til greiningar.
Áhersla var lögð á að meta hvaða blaðgerð hentar best og af hverju.
Skoðað var hvernig hægt væri að gera ristina öruggari gangvart veðri og auka nýtingu hennar ásamt því að lækka þrýstingstap og iður með tilliti
til hönnunarforsenda. Skoðaðir voru ýmsir þættir en aðal áhersla var á stefnuhorn blaðana, þrengingu ristanna, stigningu og formun blaðana að aftan.
Ekki var leitast eftir raungildum frá útreikningum heldur gerðar einfaldar nálganir til að geta borið saman blaðgerðir með viðmiðunargildum.
Nánari könnun í streymi þessara rista ætti að sýna hvað hönnuðir ættu að leggja áherslu á við val á inntaksristum. Gerðar voru samanburðargreiningar á 9 ristum í sambærilegum stærðum. Einnig var farið í nánari skoðun á áhrif stærðarbreytinga, stokksformunar og
búnaðar í stokk. Í heildina voru gerðar 16 greiningar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Töluleg straumfræðigreining á inntaksristum í loftræsikerfum.pdf | 115,76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |