Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40175
Í þessu verkefni var unnið með tillögu af byggingu nýs leikskóla Snorraborg við Njálsgötu 89, 101 Reykjavík.
Tillagan var unnin af Huldu Jónsdóttir. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum á öllum hæðum en plötur eru steyptar ásamt því eru í húsinu álgluggar og hurðir.
Verkefnið Miðborgarleikskóli gengur út á að taka tillögu frá arkitekt og klára hönnun hússins út frá gilandi reglugerðum og kröfum frá verkkaupa. Farið var í gegnum 4 hönnunarfasa sem eru frumhönnun, forhönnun, aðaluppdrættir ásamt verkteikningum.
í forhönnunarfasanum var farið í að gera greiningar á byggingunni og kannað hvort að hún stæðist ekki byggingarreglugerð. Eftir að greiningum lauk var farið í vinnu á aðaluppdráttum og í kjölfarið í vinnuteikningar af húsinu og að lokum voru unnin útboðsgögn ásamt verklýsingum.
Allt ferlið er svo tekið saman í skýrslu þar sem farið er í kjölinn á þeirri vinnu sem var unninn og hvernig einstaka atriði voru leyst.
Brúttóflatarmál byggingar er: 4.088,290 m³
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðauki_A_B.pdf | 9,61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðauki_C.pdf | 46,63 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Viðauki_D.pdf | 12,5 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |