Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40180
Verkefni þetta er unnið skv. reglum um lokaverkefni í Byggingafræði.
Verkefnið er byggt á samkeppnistillögu KRADS arkitekta vegna leikskólabygginga í Garðabæ. Tillagan fékk sérstök aukaverðlaun af 10 tillögum og þótti áhugaverð nálgun í mati dómnefndar.
Við efnisval var farið eftir tillögum arkitekta og er húsið byggt upp með Durisol hleðslukubbum sem eru járnabundnir og steyptir eftir á. Þá er byggingin klædd með náttúruvænu endurunnu plast sem fellur til sem byggingarúrgangur.
Uppfylla þurfti ákvæði byggingarreglna í Urriðaholti auk þess sem gæta þurfti að mehöndlun ofanvatns skv. skilmálum Urriðaholts. Byggingin er með gólfhita í öllum rýmum og vel gætt að góðu innilofti.
Teikningasett inniheldur auk afstöðumyndar, aðaluppdrátta, verkteikningar, snið, deiliuppdrætti, ásýndir, verkteikningar lagnauppdrætti ásamt skráningartöflu og uppdráttarskrá.
Verkefnið inniheldur einnig eftirfarandi atriði: Útboðs og samningsskilmála, Verklýsingar verkhluta, tilboðsskrá, kostnaðaráætlun, varmataps útreikninga, umsókn um byggingarleyfi, gátlisti byggingafulltrúa, auk mæli og hæðarblaða ásamt verk og kostnaðaráætlun fyrir verkið
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
1-Holtsgata 20 - Lokaverkefni - AÐALSKJAL - Jóhann Gunnar.pdf | 2,92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2-Holtsgata 20 - 1.00 Aðaluppdrættir - Jóhann Gunnar.pdf | 20,66 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
3-Holtsgata 20 - 2.00 Verkteikningar - Jóhann Gunnar.pdf | 15,13 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
4-Holtsgata 20 - Greiningarteikningar - Jóhann Gunnar.pdf | 5,87 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
5-Holtsgata 20 - Brunagreining - Jóhann Gunnar.pdf | 723,71 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
7-Holtsgata 20 - Rýmisgreining - Jóhan Gunnar.pdf | 465,41 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
8-Holtsgata 20 - Stodlud-aetlun - Jóhann Gunnar.pdf | 2,19 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |