Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40199
OptimICE kælikerfið frá Kapp ehf. býr til ísþykkni úr sjó til þess að kæla fisk sem veiddur er. Mikilvægt er að kæla fisk um leið og hann er veiddur til að viðhalda ferskleika. Í optimICE kælikerfinu eru margar vélar sem hver hefur sitt verkefni í ferlinum að umbreyta sjó yfir í ísþykkni. Pre-Cooler eða forkælir er ein af þeim vélum sem eru hvað fyrst notaðar í slíku ferli.
Verkefnið fjallar um endurhönnun á PLC stýringu fyrir forkæla í optimICE kerfinu. Farið verður í gegnum alla þá forritun sem framkvæmd er og tilgangur hvers þáttar í stýringunni útskýrður. Einnig eru framkvæmdar hermanir á stýringunni til að sannreyna virkni þess að hún sé tilbúin til prófunar á raunverulegum forkæli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_RagnarThor.pdf | 4,26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |