is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4020

Titill: 
 • Holdafar, hreyfing og heilsutengd lífsgæði eldri aldurshópa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjöldi eldri borgara fer vaxandi í þjóðfélaginu og sífellt fleiri gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að halda góðri heilsu til að bæta góðum árum við lífið. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsufar einstaklinga til langs tíma, til dæmis þrekið eykst, svefn verður betri og lífsgæði batna. Mikilvægt er fyrir þá sem á efri ár eru komnir að hafa góð lífsgæði þar sem í því felst að hugsa um sjálfan sig í athöfnum daglegs lífs lengur en ella.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða niðurstöður úr spurningalistanum Heilsutengd lífsgæði og hreyfimælum við upphaf og lok 26 vikna íhlutunar. Skoðaður var munurinn á milli þjálfunarhópa (ÞHH og ÞHÁ) og viðmiðunarhóps (VHH) og milli kynja. Þá voru athugaðar nokkrar valdar breytur úr holdafarsmælingum (hæð, þyngd, fituprósentu (DEXA) og mittis- og mjaðmamáli) og sex mínútna gönguprófi.
  Heildarfjöldi þátttakenda var 173 en 146 einstaklingar kláruðu 26 vikna þol- og styrktaríhlutunina. Þátttakendur voru hópur eldri borgara af Stór-Reykjavíkursvæðinu (N=105) sem skiptist í þjálfunarhóp (ÞHH;N=47) og viðmiðunarhóp (VHH;N=58) og þjálfunarhópur frá sveitarfélaginu Árborg (ÞHÁ;N=41). Meðalaldur ÞHH var 79,38 (±4,8), VHH var 77,97 (±3,8) og ÞHÁ var 74,68 (±3,3) ár.
  Í upphafi rannsóknar var ekki marktækur munur milli þjálfunarhóps og viðmiðunarhóps í neinum af flokkunum innan heilsutengdra lífsgæða. Léttust þátttakendur þjálfunarhóps um 1,8% (p≤0,001), minnkuðu ummál mittis um 4,8% (p≤0,001), lækkuðu líkamsþyngdarstuðul sinn um 1,8% (p≤0,001) og fituprósentu um 4,4% (p≤0,001). Þeir bættu marktækt við heildarhreyfingu um 15,5% (p≤0,001), alla daga um 28,5% (p≤0,001), virka daga um 19,9% (p≤0,001) og á helgardögum um 8,6% (p≤0,05) og í sex mínútna gönguprófi um 12,6% (p≤0,001). Þá bættu þeir heilsutengd lífsgæði um 1,6% (p≤0,05) og mátu þrek (p≤0,001), líðan (p≤0,05) og líkamsheilsu (p≤0,001) betri í lok íhlutunar. Hjá viðmiðunarhóp minnkaði hreyfing marktækt (p≤0,05) en lífsgæðin voru óbreytt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að markviss þol- og styrktaríhlutun, ásamt næringarfræðslu í 26 vikur, skili árangri til bættrar heilsu hjá eldri aldurshópum. Mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á þessu sviði til að finna betur út hvaða íhlutunarþættir skipta sköpum í forvörnum þessa aldurshóps til bættrar líkamlegrar og andlegrar heilsu.
  Lykilorð: Heilsutengd lífsgæði, eldri aldurshópar.

Samþykkt: 
 • 15.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð 9. júní Löguð eftir vörn- öll -fyrir prentunA.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna