is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40215

Titill: 
  • Greining á opinberri nýsköpun. Áhrifaþættir við mótun árangursríkra opinberra skipulagsheilda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýsköpun er hugtak sem má gera ráð fyrir að flestir tengi við einkamarkaðinn og rekstur fyrirtækja, en færri kunna að tengja hugtakið við opinbera stjórnsýslu og þjónustu. Á undanförnum árum hafa væntingar til opinberrar þjónustu aukist þar sem einkennandi eru kröfur um betri og skilvirkari þjónustu hins opinbera. Þá eru fyrirsjáanlegar áskoranir á borð við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar, hlýnun jarðar og sífelldar tæknibreytingar sem hafa verið kenndar við fjórðu iðnbyltinguna. Óhætt er að segja að við stefnumótun hefur verið litið til mikilvægis nýsköpunar við endurskoðun þeirra leiða sem þegar hafa verið farnar í ríkisrekstri. Það hefur meðal annars verið gert til þess að bregðast við hröðum utanaðkomandi þáttum í umhverfinu sem einkennandi eru fyrir nútímasamfélög (OECD, 2019). Í ritgerðinni verða notuð lykilhugtök úr fræðunum til greiningar á opinberri starfsemi, þar sem litið verður til skipulags, umhverfis, lífrænna og vélrænna eiginleika skipulagsheilda. Um er að ræða leitandi tilviksrannsókn (e. exploratory single-case study). Rannsóknin byggir á hálfstöðluðum viðtölum, en einnig byggir hún á fyrirliggjandi gögnum í stefnum, úr stjórnsýslunni og könnunum sem framkvæmdar hafa verið í þeim tilgangi að greina og bæta þætti í starfseminni.
    Rannsóknin varpar ljósi á hvernig starfsemi opinberra skipulagsheilda hefur tekið breytingum og styðst að hluta til við fyrri rannsóknir er lúta að því að þörf sé á samþættingu í starfseminni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að opinber nýsköpun sé fólgin í nýtingu tækninnar til þess að hvorttveggja í senn bæta og byggja upp nýja þjónustu, verkferla og aðferðir í starfseminni. Af raundæmahluta rannsóknarinnar má ráða að þessar umbætur og uppbygging birtust í notkun gervigreindar, stafvæðingu þjónustuferla og viðleitni til þess að samþætta upplýsingakerfin og þjónustuna í gegnum Stafrænt Ísland (island.is). Ætla má að starfsemin muni leitast við að vélræna skipulagið enn frekar með stöðlun verkferla og þjónustu í samræmi við hvernig þróun tækninnar miðar áfram.

Samþykkt: 
  • 4.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarki Pjetursson_Ritgerd1.pdf1,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing, Skemman.pdf323,06 kBLokaðurYfirlýsingPDF